Var glæpurinn af pólitískri ástæðu eða geðveiki?

Ef árásin á Planed Parenthood í Colorado var af pólitískri ástæðu, þá spyr ég hver kemur til með að hagnast mest á því stjórnmálalega og fjárhagslega?

Af forsetaframbjóðendum, þá er það Hillary Clinton.

Er fréttagreinarhöfundur að halda því fram að Hillary Clinton standi á bakvið þetta ódæðisverk?

Af tveimur aðal stjórnmálaflokkunum í USA þá eru það demókratar sem koma til að hagnast af þessu ódæðisverki stjórnmálalega og fjárhagslega.

Er fréttagreinarhöfundur að halda því fram að Hillary Clinton og Demókrataflokkurinn hafi staðið á bakvið þennan óþverra og planað ódæðisverðið með honum?

Mín niðurstaða er sú að gerandinn í þessu ódæðisverknaði sé ekki heill til heilsu og hafi geðræn vandamál.

En með svona fréttamennsku er kynt undir hatursumræðu og auðvitað er hatrinu beint að Repúblikanaflokknum og sérstaklega forsetaframbjóðendum flokksins.

Auðvitað hafði demókratar, repúblikanar og forsetaframbjóðendur flokkana ekkert með þetta ódæðisverk að gera.

Kveðja frá Houston


mbl.is Lýst sem skrýtnum einfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er til aðferð við launmorð, sem var (og er) notuð í austur-evrópu: þú finnur geðsjúkling sem hentar, og elur hjá honum þá hugmynd að sá sem þú vilt losna við þurfi að deyja.

Svo fer sækóinn og myrðir fyrir þig fórnarlambið, og fer beint á hæli fyrir vikið.  Ekkert uppúr honum að hafa að viti.

Svo ja, þetta er góð álpappahattshugmynd.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.11.2015 kl. 19:48

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já er kanski Hillary Clinton á bakvið þetta? Svo illt ættla eg henni ekki þó svo að hún sé bendluð við siðspillingu og kommúnisma í gegnum árin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 19:55

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þetta ekki frekar af trúarlegum ástæðum? Einhver sem er á móti fóstureyðingum. En geðveiki kemur að líkindum einnig inn í myndina. Eiga öfgar mannskepnunar ekki eitthvað með óstöðugleika í sálinni að gera?

Jósef Smári Ásmundsson, 29.11.2015 kl. 20:29

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru trúarbrögð öfgar?

Það má kanski segja það, ekki ættla ég að fullyrða það, en það er margt í trúarbrögðum fortíðarinnar sem eru ekki í takt samtíðarinar.

En ég held að það sem kom þessum vesæla manni til að gera þetta ódæðisverk sé komið frá tilfinningasemi en ekki raunsæi og geðveiki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.11.2015 kl. 20:52

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Voru það öfgar af Florence Nightingale og Henri Dunant, stofnanda Rauða krossins, að vinna af sinni kristnu trúarsannfæringu fyrir velferð særðra og sjúkra? Á það sama við um allar þær mira en hundrað Sankti Jósefssystur og sankti Franciskussystur sem gáfu líf sitt Guði til dýrðar í þágu veikra Íslendinga?

Það getur enginn fundið neitt í boðskap Jesú sem réttlætir morð þessa ódæðismanns.

Jón Valur Jensson, 30.11.2015 kl. 02:43

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Jón Valur, svona ódæðisverk eru aldrei réttlætanleg sem þessi vesæli maður í Colorado gerði.

Það lýsir líka illum hugsunarhætti að ættla gera þennan ódæðisverknað að pólitískum fótbolta, eins og fréttamaður greinarinnar er að reina.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 02:49

7 identicon

Mér finnst fréttin lýsa því ágætlega að maðurinn sé veikur.

Hefði hann haft jafn sterkar skoðanir á t.d. trúarbrögðum og hann hefur á fóstureyðingum hefði hann þá líklega ráðist á kirkju. Það hefði þá líklega verið hægt að ræða það hversu hættulegar skoðanir það væru...

ls (IP-tala skráð) 30.11.2015 kl. 09:53

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var skrítið að fréttaritari greinarinnar þurfti að setja að mann ræfill inn sé íhaldsmaður sé íhaldsmaður, hvernig vissi fréttaritari það.

Spurning kemur upp; til hvers var fréttaritari að skrifa að maðurinn sé íhaldsmaður?

Hver kemur til með að hagnast á því að setja stimpil á manninn að hann sé íhaldsmaður bæði stjórnmálalega og peningalega? Svarið er Hiallary Clinton og Demókrataflokkurinn ættli Hillary standi á bak við þetta?

Umræðan hér í USA er farinn út í að hægrimenn standi á bak við þennan gernað og þessi, fréttaritari er einmitt að leggja drög að þvi.

En fréttaritari hefur ekki hugmynd um hvort maðurinn er íhaldsmaður eða ekki, af því að það er engar upplýsingar gefnar, ekki einu sinni hverjir urðu fyrir banaskoti nema lögreglumaðurinn þegar greinin er skrifuð.

Auðvitað er maðurinn geðveikur og þarf geðlækningu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.11.2015 kl. 21:03

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverðar þessar ábendingar þínar, Jóhann, um ásökun fréttaritarans, að árásarmaðurinn hafi verið "íhaldsmaður", þótt um það hafi engar upplýsingar verið gefnar af lögregluyfirvöldum. Ljóst er því, að fréttaritarinn veit ekkert um þetta. Eru menn þá farnir að skrifa í klisjum á Mbl.is?

Jón Valur Jensson, 1.12.2015 kl. 13:42

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að þessi sem að setti þessa fréttagrein mbl.is hafi nú ekki skrifað greinina heldur bara fært hana yfir á íslensku.

Íslenskir fréttamenn eru þekktir fyir að nenna ekki að rannsaka staðreyndir sem erlendir fréttamenn setja fram og bara þýða greinina eins og hún kemur fram.

Nú hefur komið fram í dag að þessi maður hefur ekki skráð sig í stjórnmálaflokk og að hann hefur sagt að hann sé kona mörgum sinnum, en er eitthvað að marka þá frétt? Erfit að segja, betra að bíða þangað til ráðamenn setji fram upplýsingar um þennan atburð.

Dettur í hug þegar fréttamenn skrifa um flugslys, þá er slegið,fram allskonar kenningum og fréttamaður er allt í einu sérfræðingur um Flugmál, en raunin er að fréttamaður hefur ekkert vit á flugmál.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.12.2015 kl. 17:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef hann hefur ekki meira vit á sjálfum sér en þetta, er þá ekki einhver meiri háttar bilun þarna í toppstykkinu?

Jón Valur Jensson, 2.12.2015 kl. 07:02

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að bíða eftir því sem þeir sem vita eitthvað um þetta og hafa rannsakað manninn fyrir einhvers lags geðröskun.

Það lítur út fyrir að það sé ekki bara ein skrúfa laus í höfðinu á þessum manni, so to speak, eða er það orðið normal að drepa saklaust fólk?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.12.2015 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 44626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband