FRÆNDUR ERU FRÆNDUM VERSTIR

segir málshátturinn og norðmenn ættla svo sannarlega að sanna það að þessi málsháttur er réttur ef þessi frétt er rétt.

Norðmenn eru reiðubúnir að styðja við viðskiptabann ESB og koma til með að dæla mörg þúsundum tonna af þorski til Bretlands segir Struan Stevenson evrópuþingmaður og varaformaður sjávarútvegsnefndar evrópuþingsins.

Norðmenn eru meira en reiðubúnir að fylla það skarð sem bann við íslenskum þorski kæmi til með að orsaka í Bretlandi. Struan fullyrðir að þetta hafi norski sjávarútvegsráðherrann tjáð sér þegar norski sjávarútvegsráðherran og Struan töluðu saman.

Struan heldur áfram "Íslendingar og Færeyingar ættu að passa sig því þeir gætu tapað markaðshlutdeild til Noregs varanlega. Ekki veit ég hvað þetta varanlega merkir?"

Ekki veit ég til þess að það séu langar skipalínur á leið til Noregs frá Íslandi með varning sem á að fara á markað í Noregi. Ættli það sé ekki frekar norðmenn sem selja íslendingum meira en íslendingar selja norðmönnum.

Það eina sem skiptir kanski máli er að jólatréð frá Ósló kemur kanski ekki á Austurvöll, það er nú allur skaðinn að mínu mati.

En svona hafa norðmenn alltaf verið, rakkar stóru nýlenduveldana og þeir koma ekkert til með að breyta því núna.

Kveðja frá Las Vegas


mbl.is „Íslendingar ættu að passa sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geta ekki allir þessir Íslendingar í Noregi notað sína norskukunnáttu til að skrifa þar í fjölmiðla og taka þessa ráðamenn þar til bæna fyrir auvirðilegar árásir þeirra á Íslendinga og þjóðarhagsmuni okkar? Norskir ráðherrar höguðu sér svívirðilega gagnvart okkur í Icesave-málinu, með því að ætlast til að við borguðum frekjuhundum í Whitehall og Haag ólögvarða kröfu, og nú er það ekkert annað en þeirra eigingjarna gróðahyggja og uppsleikjuháttur við Evrópusambandið sem lýsir sér í þessum samtaka árásum þeirra á miklu minni þjóðir í N-Atlantshafi, Íslendinga og Færeyinga, sem eiga fullan rétt á sinni fiskveiðilögsögu.

Íslendingar í Noregi, sýnið að þið eruð Íslendingar!

Og ekki höfum við góða reynslu af rányrkju Norðmanna hér við land, bæði fyrir vestan á hvalnum og fyrir Austfjörðum.

Jón Valur Jensson, 28.10.2012 kl. 05:33

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góðhugmynd Jón Valur að virkja íslendinga sem búsettir eru í Noregi til að kynna málstað íslendinga.

Því ég held ef að almenningur í Noregi veit eitthvað um málstað íslendinga þá kanski verður þetta öðruvísi og hætta við að styja viðskiptabann ESB.

Eða eru norðmenn svo miklir heldrimannasleikjur og það skipti engu máli hvað þeir vita um þessa markríls deilu.

Þakka fyrir innlitið og málefnalega athugasemd.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.10.2012 kl. 06:17

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Er búinn að segja þetta í mörg ár.

Hörður Einarsson, 28.10.2012 kl. 11:39

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já norðmenn hafa ekki verið hjálpsamir við íslendinga síðan árið 1264 eða jafnvel fyrr.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.10.2012 kl. 12:13

5 identicon

Frá Noregi kemur um 11% af því sem Íslendingar fá fyrir sjávarafurðir. Magnið er e.t.v. ekki mikið en verðin þau hæstu sem við fáum.

Við höfum samninga við Norðmenn og aðra nágranna um ýmsa stofna sem þeir ættu auðvelt með að þurrka upp svo vel að þeir hætti komu sinni í Íslenska lögsögu. Norsk-Íslenska síldin er sennilega sá flökkufiskur sem er hve mest áberandi ásamt loðnunni. En laxinn og kolmunninn skipta okkur einnig máli. Án samninga og velvilja þessarra þjóða væru tekjur okkar af fiski ekki nema brot af því sem þær eru nú, við værum ein fátækasta þjóð Evrópu.

En mikið vill meira og frekju eru engin takmörk sett.

sigkja (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 15:26

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

11%?

Það má þá selja það eitthvað annað til dæmis Japans eða Suður Ameríku.

Ég held að íslendingar komi ekki til með að sakkna viðskipta við Noreg ef norðmenn gera það sem sjávarútvegasráðherra Noregs á að hafa lofað Struan Stevenson.

11% af því sem íslendingar koma til að missa að selja til Noregs og Ísland yrði ein fátækata þjóð Evrópu?

Er þetta ekki svolítið djúpt í árina tekið?

Ættli þessi varningur yrði ekki seldur annað og þó svo að bara helmings virði fengist fyrir varninginn, þá held ég að 5 1/2% minna fyrir þetta littla magn sem fer til Noregs komi ekki til með að gera Ísland að fátækustu þjóð í Evrópu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 29.10.2012 kl. 05:26

7 identicon

Lestu nú hægt og rólega það sem ég sagði; "Við höfum samninga við Norðmenn og aðra nágranna um ýmsa stofna sem þeir ættu auðvelt með að þurrka upp svo vel að þeir hætti komu sinni í Íslenska lögsögu. Norsk-Íslenska síldin er sennilega sá flökkufiskur sem er hve mest áberandi ásamt loðnunni. En laxinn og kolmunninn skipta okkur einnig máli. Án samninga og velvilja þessarra þjóða væru tekjur okkar af fiski ekki nema brot af því sem þær eru nú, við værum ein fátækasta þjóð Evrópu."

Og stór hluti af þeim sjávarafurðum sem við seljum til Noregs er fiskur sem við löndum í Noregi og veiðum jafnvel í Norskri lögsögu. Heldur langt að ætla að landa í Japan eða Suður Ameríku þegar jafnvel Ísland er of langt í burtu.

sigkja (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 16:14

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu norsk, Sigkja?!

Jón Valur Jensson, 30.10.2012 kl. 19:24

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki kominn tími til að íslendingar fari af veiðimannaþjófélagi sem selur bara hráefnið sem þeir veiða.

Hvernig væri að íslendingar full vinni aflan og selji hann sem neytandavöru allt að því tilbúinn á pönnuna eða pottinn.

Það er nú ekkert nýdæmi að íslendingar selji sjávarafurðir til Japans og til NBA, og hefur fengist gott verð fyrir það sem selt hefur verið þangað.

Ég hef reynt að googla eitthvað um allan þennan íslenzka útfluttning til Noregs og hef komið að næstum tómum kofanum.

Ekki hef ég heyrt annað en þessar þjóðir sem þú segir að við séum í einhverjum samningum við til að vernda fiskistofna hafi verið eins og ryksugur á sínum fiskimiðum, þess vegna séu þessar þjóðir að ágirnast það sem veiðist í íslenzkri og færeyskri lögsögu.

Íslendingar þurfa ekkert að vera upp á norðmenn komnir og ef þeir ættla að setja viðskiptabann á Ísland þá þeir um það, þeir hafa gert það áður og íslendingar lifðu það af.

Kveðja frá Las Vegas

´

Jóhann Kristinsson, 4.11.2012 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 44624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband