Aumingja írarnir grípa til lýginar.....

til að réttlæta mistök írskra stjórnvalda að láta landsmenn greiða fyrir skuldir fjámálasukkara. En það er góð ástæða fyrir því, ESB þvinganir.

Svo segir fjármálaráðherra íra Michael Noonan að "Ísland vann engan sigur."

Svo talar þessi merki maður Noonan um að sparnaður flestra íslendinga hafi þurkast út, en hvað um sparnað íra?

Sparnaður íslendinga hafði lítið að gera með IceSave ómyndina, heldur var það aðgerðarleysi stjórnar JóGrímu, og skjaldborg hennar um auðmana elítuna.

En það sem fer mest í taugarnar á Noonan að íslendingar fengu úr því skorið í dómsorði frá EFTA dómstól að Ríkið á ekki að ábyrgjast tryggingarsjóði bankana. En írskur almenningur situr uppi með allar skuldir fjármálasukkarana, og það sjá írar núna eftir EFTA dóminn.

Semsagt; ESB báknið hótuðu írum öllu illu ef þeir setu ekki Ríkisábyrgð á skuldir þessara fjármálasukkara samt vill SF ganga í ESB þrælahaldið.

Kveðja frá Las Vegas 


mbl.is „Ísland vann engan sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt er hvergi minnst á Icesave eða EFTA í greininni. Og mistök Íra hafa skilað þeim hærri lífskjörum en Íslendingar njóta. Þeir gátu ekki fellt gengið og verða því að beita ábyrgri efnahagsstjórn. Stjórnvöld þurftu að taka á vandanum en gátu ekki einfaldlega velt honum yfir á heimilin.

Aðferð Íra og aðferð Íslendinga hafa báðar vissa kosti og galla. Aðferð Íra er erfið og verður það í einhver ár fyrir stjórnvöld. Aðferð Íslendinga er erfið og verður það í einhver ár fyrir almenning. Írar halda sínum kaupmætti en íslendingar fórnuðu helmingi kaupmátttarins fyrir minna atvinnuleysi. Írar gætu þurft að glíma við hærra atvinnuleysi en Íslendingar í morg ár. Á móti kemur að atvinnulausir Írar hafa það betra en Íslendingur í láglaunastarfi og hlutfallslega færri Irar hafa flúið land. Írar hafa lægri vexti og eru án vísitölubindingar. Íslendingar missa heimili sín svo stjórnvöld þurfi ekki að stunda ábyrga fjármálastjórn. Íslendingar hreykja sér af að hafa tekið réttar ákvarðanir og frábærum gjaldmiðli. Írar mótmæla fyrirhuguðum skattahækkunum og niðurskurði í opinberri þjónustu.

DolliVr (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 15:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mistökin voru að fá ekki betri viðskiptakjör og lægri vaxtakjör með betra lánshæfnismati. Það var hugmyndin hjá ríkisstjórninni. Icesave samningarnir voru formsatriðin sem ekki mátti ræða um á þessum forsendum. Fyrir vikið hefur hagur heimilanna verið eins og þau hafa verið, allt í boði þeirra sem kusu að flækja málin og æsa forsetann upp að neita undirritun.

Fjármálaráðherra Íra hefur lög að mæla.

Takk fyrir þið æsingamenn!

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2013 kl. 17:02

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað heldur þú að Noonan fjármálaráðherra íra hafi verið að tala um þegar hann básúnar "Ísland vann engan sigur?"

Heldur þú að hann hafi verið að tala um heimsmeistarakeppnina í handbolta?

Sá er munurinn að írar mistu atvinnuna og þar af leiðandi allan sparnaðinn af því að það var set Ríkisábyrgð á skuldir írska fjámálasukkara. Kaupmátturinn hlýtur að hafa minkað ef mikið atvinnuleysi ríkir í landinu og það er það mikið að fjöldi íra flýja land til að leita að atvinnu annarsstaðar. Af hverju heldur þú að írar flytjist úr landi ef kaupmáttur þeirra hefur ekki minkað?

íslendingar ákváðu að það væri ekki í neinum lögum að hinn almenni borgari ætti ekki að greiða skuldir fjármálasukkara, og það var staðfest með dómi.

Íslendingar töpuðu ekki sparnaði sínum vegna IceSave, en Ríkisstjórninn sem tók við 2009 ákvað að það væri meira áríðandi að vernda auðmanna elítuna heldur en heimilin. Atvinnuleysi er minna en hjá írum en verðtrygging lána rífur allar tekjur og meira til frá hinum almenna borgara.

Bæði Ísland og Írland koma til með að ganga í gegnum erfiða tíma til að koma fjárhag landana í þokkalegt stand. Og hvort landið verður fyrr að komast þangað skiptir ekki máli enda var pistillinn sem ég skrifaði ekki um það.

Pistillinn var um að Noonan sagði að "Ísland vann engan sigur." og það er lýgi. Ísland van sinn málstað fyrir EFTA dómstól og kom mjög skírt fram, að íslenzkur almenningur á ekki að greiða skuldir fjármálasukkara þegar allt fer á hausinn hjá þessum sukkurum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 17:26

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þegar tveir aðilar setjast niður við samningaborðið þá þurfa báðir aðilar að gefa eitthvað eftir. Þetta gerðist ekki við IceSave samningaborðið, og þá sérstaklega í Svavaessamningnum. Það sem kom út úr þessum IceSavesamningum var óskalisti hollendinga og breta.

Ástæðan fyrir því að íslenzkur almenningur vildi ekki samþykkja þessa IceSavesamninga var í fyrsta lagi þá eru enginn lög um að almenningur (Ríkissjóður) ætti að ábyrgjast greiðslur á skuldum fjármálasukkara.

Í öðrulagi þá var þetta one way street, so to speak samningar, hollendingar og bretar gáfu ekkert eftir, en íslendingar áttu að greiða allt sem hollendingar og bretar óskuðu á okur vöxtum.

En vegna þess að ekki var hægt að semja um málið þá fór það í dóm eins venjulega gerist þegar menn geta ekki komið sér saman samningaleiðina.

Þetta fór í dóm fyrir EFTA dómstólnum og dómsorð var að almenningur ber enginn skylda að greiða skuldir fjármálasukkara þegar þeir fara á hausinn, sem var málstaður íslendinga.

Þess vegna er Noonan að ljúga þegar hann segir "Ísland vann engan sigur."

Þakka innlitið Guðjón.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 17:41

5 identicon

Noonan var ekki að tala um heimsmeistarakeppnina í handbolta og ekki heldur Icesave.

"..Mr Noonan also flatly rejected the suggestion that Ireland should have followed Iceland's economic policy.  "Iceland had no victory. Iceland is not in the eurozone and is entirely a different case. The savings of most Icelandic citizens were wiped out."

Noonan var að tala um efnahagsstefnu.

En Írar töpuðu ekki verðgildi almenns sparnaðar sem helmingaðist hér. Lífeyriseign viðbótarlífeyrissjóður og eignir í ýmsum sjóðum auk hlutabréfaeignar hvarf eða missti mikið af verðgildi sínu hér.

Kaupmáttur hefur ekki minkað á Írlandi þó mikið atvinnuleysi ríkir í landinu. Og það að hlutfall Íra sem flýja land er hlutfallslega lægra en þeirra sem flýja Ísland segir eitthvað. Af hverju held ég að Írar flytji úr landi ef kaupmáttur þeirra hefur ekki minkað? Eins og allir í öllum löndum þá flyst fólk úr landi í leit að betri kjörum. Þeir fara þangað sem betra er að vera. Enginn var að segja að lífskjör Íra væru þau bestu í heimi, bara betri en hér. Ekki eru Írar að flykkjast til Íslands.

Ísland van mál fyrir dómstól skipuðum dómurum frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein sótt af eftirlitsstofnun kostaðri af sömu ríkjum. Ég veit ekki til þess að fjölmiðlar á Írlandi, eða utan Íslands hafi sýnt því einhvern sérstakan áhuga. Mogginn gat fundið tvo fjölmiðla sem birtu fréttina.

DolliVr (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 18:24

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei ekki rétt tílkað hjá þér DolliVr; hann var að koma af fundi sem var einmitt verið að ræða af hverju ísrkur almenningur (Ríkissjóður) ætti að ábyrgjast skuldir fjármálasukkara, en íslendingar þyrftu ekki að ábyrgjast samskonar skuldir og fengu það staðfest í dómsorði frá EFTA dómstólnum.

Til að afsaka aðgerðir fyrverndi írskrar Ríkisstjórnar og pressuna sem írar fengu frá ESB að ganga í Ríkissjóðsábyrgð fyrir skuldum fjármálasukkarana þá básúnaði Noonan þetta "Ísland vann engan sigur," og átti þá auðvitað við dómsorðið frá EFTA dómstólnum

Þakka innlitið DolliVr

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 18:41

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þessi leiksýning um Icesave ekki búin?

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2013 kl. 19:31

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla vona það að þetta sé búið, en sennilega verður framlenging á IceSave leiksýnigum fram yfir kosningar í vor.

Sýndu þolinmæði Guðjón, aðeins rúmmir tveir mánuðir eftir, takk fyrir innlitið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 44595

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband