13.2.2013 | 00:47
Birgitta heimsækir Satan.....
Hvern andskotans hefur hún að gera í landi Satans? Getur hún ekki verið heima hjá sér? Við viljum ekki sjá þetta gerpitrýni hérna í landi Satans.
Ef að hún kemur hér til lands Satans, þá vona ég að vinir hennar í FBI og CIA bjóði henni upp á frítt uppihald.
Henni líður ekki vel nema hún sé í sviðsljósinu, og það hefur enginn minst á hana í langan tíma. Hún er orðin leið á að vera í skugga sviðsljósins segir hún sjálf.
Henni mundi nú líða vel ef Satan mundi handtaka hana, þá yrði hún sko fræg og í sviðsljósinu. Það bezta sem Satan gæti gert er að senda hana til baka með sömu flugvél, þá getur hún sko orðið fræg og í sviðsljósinu í það minnsta á Íslandi. Þá yrði Birgitta litla happy.
Þú ert ekki velkominn Birgitta vertu heima hjá þér.
Kveðja frá Las Vegas.
Birgitta neitar að lifa í ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birgitta sækir satanska heim,
að sjálfrar sín mati,
sjóræningjans, og sig býður þeim
á silfurfati.
Jón Valur Jensson, 13.2.2013 kl. 01:57
Birgitta er nú klárari en margir gömlu pólitíkusarnir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2013 kl. 02:02
Gott hjá þér Jón Valur.
Vildi óska að ég gæti búið til vísur eins og afi minn í móður ætt gat, en hann brendi allar stílbækurnar með vísunum af því þær voru flestar níðvísur/háðvísur um það sem gerðist í sveitini.
Þakka fyrir innlitið Jón Valur
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 04:02
Það er nú meiri snillingurin hún Birgitta, getur þú nefnt eitthvað raunhæft sem hún hefur gert til að hjálpa heimilunum í þeirra skulda feni eins og hún lofaði?
Takk fyrir innlitið Anna Sigríður.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 04:06
Ef hún fer til USA, kemur hún ekki heim í bráð
kvslegg
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 14:38
Því miður þá gæti svo farið.
Við verðum stökk með hana hérna í BNA, en þið losnið við hana getið kanski gleðst yfir því.
Takk fyrir innlitið Sleggja.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 14:57
Eitt ágætt er að meðalgreind íslendinga í ríki satans hækkar meðan á för hennar stendur
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 17:45
Ég held að íslendingar ættu bara að sleppa því að ferðast til lands Satans, því að það sem ég yfir leitt heyri og les umæli íslendinga, þá er þetta viðbjóðslegt land og allir sem þar eiga heima eru heimskingjar. Í hvað eru íslendingar að sækja?
Af hverju fara íslendingar til Brussel í staðin, það er allt svo gott þar og í Evrópu.
Takk fyrir innlitið Jón Páll.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 18:37
Birgitta er fín svosem. Ekkert útá hana að setja blessunina.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 16.2.2013 kl. 18:50
Þá reyndu endilega að halda henni hjá þér, við viljum ekki sjá þetta skoffín hér í BNA.
Takk fyrir innlitið Sleggja.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 16.2.2013 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.