5.3.2013 | 18:30
Kominn tími til
Loksins varð að því að styrjöldin milli breta og þjóðverja er lokið. Ekki veit ég hvaða hangs þetta var, því að þetta var tíma og peningasóun að halda uppi herstöðvum í Þýskalandi.
Hvenær ættli kanarnir fari að drulla sér heim, þeir eru í samaskonar fjárhagsörðugleikum og bretarnir. Mér finnst kominn tími til að ljúka þessu stríði fyrir fullt og allt.
Þjóðverjar eru hættir að reyna að taka lönd með valdi, þess vegna þarf engan her til að halda þeim í skefjum. Nýja stefnan er að kaupa Evrópu og nota ESB til að stjórna, en auðvitað er það Þýskaland sem segir ESB fyrir verkum.
Kveðja frá Houston
Breski herinn yfirgefur Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er nú smá misskylningur. þýskaland var hernumið frá 1945 til 1949. þá fengu þeir sjálfstæði aftur. Enn samhliða var gerður samningur við þá um herstöðvar usa uk og Frakka. þetta voru tvíhliðasamningar sem þýskaland gat vel sagt upp ef þeir vildu. þeir vildu hafa þessar stöðvar af ótta við Rússa sjálfir.
það var svo stofnaður þýskur her 1955 og það að kröfu usa nr 1. usa sögðu að þýskaland yrði bara að gjörasvo vel að taka þátt í vörnum sínum með þeim líka. Enn þeir voru þarna í miðri Evrópu með allt herlið Rússa á á þröskuldinum og vildu því halda kananum hjá sér. Nú og svo ekki sé nú minst á þær tugþúsundir þjóðverja sem höfðu vinnu af þessu öllu! Enn þeir voru ekki hersetnir eftir 1949 frekar enn við eða Hollendingar,Spánverjar,Bretar eða fjöldi annar þjóða með herstöðvar frá usa hjá sér..
ólafur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 00:05
Ef það er setulið innrásaherjana sem eru með herstöðvar í landinu þá er stríðið ennþá í gangi.
Það eru einhverjir kanar eða bretar sem hafa talið þér og öðrum í trú um að svo sé ekki.
Takk fyrir innlitið Ólafur
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:13
Ó gleymdi að setja inn að herir breta og BNA voru ekki með innrás á Holland og Spán.
í Hollandi þá var verið að hrekja innrásarher þjóðverja úr landinu en ekki að ráðast á Hollan og eftir því sem ég bezt veit þá er búið að loka hestöðvum breta og BNA.
Á Spáni þá var engin innrás gerð heldur og ástæða fyrir her BNA og kanski breta hefur með hið illræmda NATO að gera.
Takk fyrir innlitið Ólafur
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:20
Já ég skil hvað þú átt við. Ekki ætla ég að fara að verja þetta herstöðvarrugl hjá kananum enn munurinn á hervernd og hersetu er kannski helst sá að untir hersetu þá heldur herin um stjórnina í landinu eða gerir það amk ef og þegar þeim sýnist.
það hafa kanarnir ekki gert í evrópu eða ástralíu,Japan eða S Kóreu. Enn í td Afganistan og Irak stjórna þeir öllu og fara alveg sýnu framm með góðu eða illu, ef þannig ber undir.. Svona til að nefna dæmi þá hefa hermenn USA verið hadteknir margoft í evrópu og Japan og hlotið dóma. Slíkt gerist ekki í öðrum löndum. Þar ríkir því í raun herseta..
ólafur (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 23:53
Meðan að erlendur her situr í einhverju landi vegna þess að hann réðst inn í landið en var ekki beðinn um að hjálpa landinu (t.d. Kuwait bað um hjálp) þá er það stríð á hendur því landi og er þangað til herinn fer úr landinu.
Svo simpilt er það í mínum augum.
Takk fyrir innlitið Ólafur
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.3.2013 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.