5.3.2013 | 23:41
Hugo Chavez dauður og ég er að grenja og grenja
Kanski að Hugo Chavez hefði ekki átt að trúa Michael Moore bíómyndini Sicko þar sem Michael hélt því fram að heibriðisþjónustan á Kúbu væri mikið betri heldur en t.d. í BNA.
Svona er að trúa mönnum sem hafa ekki mikið til síns máls og aðal ástæðan fyrir bíomyndini er að hneyksla fólk til að fá miljónir í miðasölum.
Já Hugo hefði kanski verið nær að fara á eitt bezta krabbameinssjúkrahús sem til er og er í Houston Texas rétt við bæjardyrnar á Venúsaela, þá kanski værir hann ennþá á lífi?
En kanski að hann hafi haldið að CIA hafi eitrað fyrir sér og þess vegna fór hann ekki til lands Satans til að fá bóta síns meins.
Lands Satans, er það ekki Birgitta sem segir að BNA sé land Satans?
Æi ég er hættur að grenja.
Kveðja frá Houston
Hugo Chavez látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að Húgó gengnum til er Mogginn í verulegum vanda. Karl fjandinn hefur ekki mátt snýta sér eða ganga örna sinna án þess að mogginn færi á hliðina og slægi upp frétt um þann stórviðburð. Núna verður mogginn að finna sér nýjan óvin, aðra komma eftirlegukind til að reyna sefa angistina og tómarúmið sem skapaðist við fall Sovétríkjanna. Óvinalaust þrífst blaðið ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2013 kl. 00:11
Axel heldur þú að Davíð ritstjóri sé að grenja af því að Hugo er dauður og ekkert að skrifa um.
Kanski að hann fari að skrifa um (S) Landsfundómyndina sem var um síðustu helgi og útskýri fyrir kjósendum af hverju (S) er alveg eins og (SF) og (VG) alveg sama um fjármálavanda heimilana?
Takk fyrir innlitið Axel.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:25
Fréttaflóðið af honum Hugo í Mogganum hefur farið langt útfyrir það sem eðlilegt getur talist, slíkt gerist gjarnan þegar menn fá einhvern á heilann. Davíð hefur aldrei átt erfitt að mæra sig og sína fyrir annarra verk og kenna öðrum um eigin mistök. Þar er hann sannarlega fremstur meðal jafningja.
Mikið var fjallað um séra Halldórs í Holti í Mogganum meðan á landsfundinum stóð. Sjálfstæðismenn töluðu eðlilega fallega um félaga sinn, gæðakarlinn, öðlinginn og gáfumennið Halldór í Holti á meðan á landsfundinum stóð. Formaðurinn gat þess m.a. sérstaklega í ræðu, hve elskur hann væri að karlinum og Mogginn passaði uppá að koma öllu ástarhjalinu vel til skila. En við úrsögn Halldórs úr flokknum snérist vindurinn heldur betur. Á einni nóttu hvarf gæðakarlinn Halldór gersamlega sjónum manna og upp reis durtilmennið Halldór, tákngerfingur alls hins versta í mannlegu eðli, sem allir vildu vera lausir við.
Merkilegt hvernig bestu menn geta orðið algerir umskiptingar á einni nóttu, án þess að hafa sýnilega til þess unnið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2013 kl. 08:41
Já sumir stjórnmálamenn eru falsið uppmálað, því miður á þetta um all flesta stjórnmálamenn.
Takk fyrir innlitið Axel
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.