28.3.2013 | 21:49
Gjaldeyris höft í evru landi
Ekki væru íslendingar ánægðir með að fá bara 1000 evrur í ferðagjaldeyri, það yrði eitthvað sagt ef svo væri.
En það sem mér finnst merkilegra; gjaldeyrishöft í ESB evru landi?
Því hefur verið haldið fram af ESB gasprörum að ef Ísland gengi í ESB og tæki upp evru þá væri engin þörf á gjaldeyris höftum. Öll fjárhagsvandamál Íslands muni gufa upp í skítalykt.
Er enn ein ástæðan að fyrir að ísland eigi að ganga í ESB og taka upp evru að detta um sjálfa sig?
Kveðja frá Houston
Rólegt í kýpverskum bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að benda á að það á ekki við að kalla þetta gjaldeyrishöft. Þetta er vitlaus þýðing. Þeir eru með peningahöft. Þ.e. að bankar þetta er gert til að koma í veg fyrir að bankar verði greðsluþrota. Evra hefur ekkert að gera með þetta. Hjá okkur eru gjaldeyrishöft þ.e. við getum ekki keypt nema takmarkað af evrum. T.d. getum við bara keypt 1808 evrur í seðlum þegar við förum út og verðum að skipta afgangi í krónur þegar við komium heim. En hér er nóg af krónum. Á Krít eru það innistæðueigendur sem mundu vilja taka út úr bönkum evrur, og um 40% af þeim eru erlendir aðailar sem færu með þær úr landi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.3.2013 kl. 22:09
Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert um hvernig eða hvort það eru gjaldeyrishöft á Krít?
En hvað þú getur bullað Magnús, það er alveg sama hvað þú reinir að mála þetta, en það verður aldrei annað en gjaldeyris höft og erlendir fjölmiðlar hafa líkt Kýpur gjaldeyrishöftunum við þau íslensku.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.3.2013 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.