Kennitöluflakkið ennþá leyfilegt.

Það átti að setja í lög einhvern tíman á síðustu 4 árum að ef kennitala er sett í gjaldþrot, þá geti sú manneskja ekki sótt um aðra kennitölu í 20 ár. Nema að allar skuldir gjaldþrotsins séu greiddar.

Þetta hefði JóGríma getað sett í lög á síðustu 4 árum, en af því að auðmanna elítan stjórnar þeim þá var ekkert gert í því.

Kanski að það hefði verið betur farið með tíman að stoppa kennitöluflakk sem flest allir vilja, en að eyða tíma og miljörðum króna í Stjórnarskrá sem að fáir vildu.

En svona var forgangsröðun JóGrímu. Sem betur fer er líf JóGrímu á enda eftir 4 vikur, vegna þess að tími JóGrímu er liðinn sem betur fer og það verða ekki margir almennir landsmenn sem sakknar þeirra.

Megi skömm JóGrímu lifa um aldur og ævi. 

Kveðja frá Houston 

 


mbl.is Iceland Express farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur fjöldinn allur af fyrirtækjum stórum sem smáum og einstaklingum orðið gjaldþrota frá hruni. Samt virðast sumir ekki geta gert greinarmun á fyrirtækjum, stjórnendum og eigendum, kennitöluflakki og stofnun fyrirtækja. Einhverra hluta vegna halda sumir að verði fyrirtæki gjaldþrota þá séu eigendur þess gjaldþrota og að stjórni einhver fyrirtæki þá hljóti hann að eiga það. Svo er jafnvel til fólk sem raunverulega heldur að fari fyrirtæki í gjaldþrot þá séu öll fyrirtæki sem eigendur þess fyrirtækis sem fór í gjaldþrot stofna einhverskonar kennitöluflakk.

Og gjaldþrotalögunum var breytt þannig að þeir sem verða gjaldþrota, sem voru lang flestir einstaklingar með óhagstæð lán á sínum heimilum og litlu fjölskyldufyrirtækjunum, þurfa ekki að vera eignalausir í fjölda ára eins og þú kallar eftir. Einhverra hluta vegna vildi JóGríma frekar að hinn stóri fjöldi kæmist fyrr á lappirnar en að allir sætu saman fjölda ára í ræsinu, að þinni tillögu, til að einhverjir ímyndaðir eignamenn færi nú ekki að reyna að komast á lappirnar alveg strax. Því stóreignamennirnir voru ekki með sínar eignir veðsettar fyrir skuldum fyrirtækja sem þeir áttu í og hafa ekki orðið gjaldþrota ennþá.

Ufsi (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ufsi;

Ég veit ekki til að einstakklingur geti skipt um kennitölu þó að íbúðin hansþhennar sé tekinn af honumþhenni.

Það sem var gert til að hjálpa einstaklingum var að það væri hægt að afskrifa skuldir og að gjalþrotið yrði fyrnt eftir 5 eða sjö ár eða hvaða tímasettning sem var sett á það.

En gallinn á lögunum er sá að kröfuhafar geta ef þeir vilja endurnújað kröfurnar og þá byrjar fyrnis tíminn upp á nýtt.

Hér var ég að benda á kennitöluflakk manna sem stofna fyrirtæki og setja þau í margra miljarða gjalþrot en fjármagna sína vasa um miljarða fyrir gjaldþrot, en fara svo og fá sér nýja kennitölu fyrir nýtt fyrirtæki og gera það sama aftur og aftur.

Þetta gat JóGríma set í lög til að stoppa svona glæpastarfsemi, en auðmanna elítan sem stjórnar þeim settu bann á það.

Ef þú sérð þetta ekki, þá verður þú að hafa þína skoðun á þessu, nema kanski að þú sérst einn af þessum kennitöluflökkurum?

Þá skil ég afstöðu þína til þessa glæpastarfi.

Takk fyrir innlitið Ufsi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 23:37

3 identicon

Það sem þú ert að tala um heitir ekki kennitöluflakk eins og þú heldur. Það heitir fjárdráttur og hefur verið ólöglegt í fjölda ára. Og kennitölur hlutafélaga eru ekki skráðar á einstaklinga og eigendur, hluthafar, geta skipt þúsundum. 

Kennitöluflakk kallast það þegar fyrirtæki sem sér fram á gjaldþrot flytur eignir sínar yfir á nýja kennitölu en skilur skuldir fyrirtækisins eftir á gömlu kennitölunni. Þannig getur eigandi fyrirtækisins haldið áfram að reka það án þess að borga skuldir þess, því kröfuhafarnir geta aðeins gengið að þeim eignum sem skráðar eru á gömlu kennitöluna. 

Feillinn hjá þér er sá að það sem þú ímyndar þér að sé að gerast og hafi gerst, gerðist ekki. Þarna var ekkert kennitöluflakk. Og ennþá ekkert sem bendir til saknæms verknaðar. Það er ekki bannað að vera slappur bisnessmaður. Það er ekki bannað að lenda í erfiðleikum í rekstri fyrirtækja. Og jafnvel JóGríma þín er ekki það vitlaus að setja lög sem banna óheppni.

Ufsi (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 00:14

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halló havð heldur þú að hafi verið að gerast unanfarinn 20 ár?

Fjárfestir Mr. "A" kaupir fyrirtæki og síðan selur Mr. "A" vini sínum Mr. "B" á helmingi meira en Mr. "A" keypti fyrirtækið. setjum tölur t.d. 1 miljón er fyrirtækið sem er keypt af Mr. "A". sem sagt "B" kaupir fyrirtækið á 2 miljónir.

Mr. "B" fer í banka og fær 2 miljónir í lán fyrir fyrirtækið og greiðir vini sínum Mr. "A" 2 miljónir. Mr. "A" greiðir bankanum 1 miljón og fær í gróða 1 miljón.

Svo selur Mr. "B" vini sínum Mr. "C" fyrirtækið á 3 miljónir. Mr. "C" fer í banka og fær 3 miljónir í lán og greiðir Mr. "B" og Mr. "B" borgar sitt lán í bankanum 2 miljónir en hefur fengið 1 miljón í gróða.

Svo sleur Mr. "C" vini sínum Mr. "D" fyrirtækið á 4 miljónir. Mr. "D" fer í banka og fær 4 miljónir í lán og greiðir Mr. "C" 4 miljónir. Mr. "C" greiðir bankanum 3 miljónir og hann fær 1 miljón í gróða.

Svo selur Mr. "D" vini sínum Mr. "A" fyrirtækið á 5 miljónir. Mr. "A" er í góðum skilum við bankan og fær 5 miljónir í lán. Mr. "A" greiðir Mr. "D" 5 miljónir og Mr. "D" greiðir bankanum 4 miljónir og Mr. "D" fær 1 miljón í gróða.

Svo selur Mr. A fyritækið til B á 6 miljónir o.s.frv.

Það er hægt að margfalda þessa tölu sem ég nota sem dæmi með miljónum og þá væri þetta nærri sanleikanum.

Þegar bankinn fattar að fyrirtækið er einskisvirði og lokar á fleirri lán, þá setja þessir öðlingar A, B, C og D fyrirtækið á hausinn. En skulda engum krónu.

Svo fer einn af þessum öðlingum A, B, C, og D og fær nýja kennitölu og kaupir fyrirtæki og þú getur gizkað á restina.

Er Jóhannes í Bónus á kúpuni?

Er sonur hans á kúpuni?

Er Björgólfur eldri á kúpuni?

Er Björgólfur yngri á kúpuni

Og nú síðasta frétt um Iceland Express, er Pálmi á kúpuni.

Mörg fyrirtæki þessara manna fór á hausinn með margra miljarða skuld.

Og það er hægt telja upp fleirri og fleirri þetta eru bara stór laxarnir sem ég mintist á.

En eftir að lesa athugasemd á öðru bloggi, þá er ég viss um að þú Mr. Ufsi ert einn af þessum auðmanna elítu mönnum eða í það minsta ert fagurgali þeirra.

Takk fyrir innlitið Ufsi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 01:30

5 identicon

Mörg fyrirtæki sem þessir menn ásamt þúsundum annarra Íslendinga voru hluthafar í fóru á hausinn með margra miljarða skuld...ef þú vilt hafa það sem réttara er.

Láttu nú ekki óvild þína í garð einhverra einstaklinga og fáfræði þína varðandi fyrirtækjarekstur, eignarhald og hlutafélög blinda þig og rugla.

Annars er gaman að sjá af hve mikilli innlifun og sannfæringu þú vorkennir bönkunum og heimtar lagasetningar svo þeir verði nú örugglega ekki fyrir tjóni. Ert þú einn af þessum vogunarsjóðum sem á bankana?

Ufsi (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 02:21

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er nú ekki eins lofaður af bönkum, fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum og þú vilt vera láta.

Ef þú hefur fylgst með mínum skrifum á þessu bloggi, þá er ég að vona að (F) standi við loforðinn og afnemi verðtryggingu, banni gengisfellingar ( betra koma því í Stjórnarskrá að gengisfellingar eru ekki leyfðar) og leyfa þjóðini að velja hvaða erlenda gjaldmiðil þjóðin vill að krónan sé bundin við.

Allar þessar hugmyndir eru ekki það sem bankar eða fjármálastonanir vilja, enda græða þær á tá og fingri, þó svo að þær gefi fjárglæfarmönnum afskiftir upp milljarða svo að þeir geti haldið sinni iðju áfram, sem þú Ufsi styður af fullum krafti.

Heimili eru sett í rúst, fjölskyldur tvístrast og menn yfirbugast og fremja sjálfsmorð. Þetta ástand er mér mjög náið.

Á meðan spila allir þessir auðkýfingar á hörpu (HÖRPU) og horfa á heimilin brenna og kanski ert þú einn af þeim?

Auðmanna elítu tímin er að lokum kominn, það er ekki hægt að ljúga að þjóðini enda laust.

Eins og máltækið segir, "you can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time."

Gleðilega páska Ufsi og takk fyrir innlitið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 02:59

7 identicon

HA HA HA HA. Hver er þessi ufsi? Skildi þó ekki bara vera Pálmi sjálfur? ;o) Að fara á hausinn er engin glæpur. Enn að keyra fyrirtæki aftur og aftur í þrot og gæta þess vel að ná öllum verðmætum út fyrir þrot það er glæpur. Pálmi er glæpamaður. Og meira enn það. Hann er stór glæpamaður og svindlari af verstu sort. Hann borgar aldrei krónu fyrir eitt eða neitt. Kaupir félag með lánum og ryksugar það með brellum og svikum og setur það svo í þrot. þetta kvikindi á að setja í fangelsi í USA með mr Maddof

ólafur (IP-tala skráð) 30.3.2013 kl. 20:54

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er eitthvað skrýtið við af hverju Pálmi fær alltaf lán hjá bönkum og fjármálastofnunum til að setja upp fyrirtæki án þess að setja nokkuð að veði sjálfur.

Svo er allt látið rúlla, en aldrei tapar Pálmi.

Venjulegur maður með hans slæmu sögu í fjármálum yrði vísað á dyr bankana af securitas ef þeir reyndu að fá lán.

Takk fyrir innlitið Ólafur

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 12:15

9 identicon

Lærisveinn Jóns Ásgeris fær ALLTAF séns.....

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 2.4.2013 kl. 10:19

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alveg stórmerkilegt hversu auðveldlega þessir menn eins og Pálmi geta labbað inn í hvaða banka sem er mið miljarða lán og setja fyrirtæki sem eru einskis virði fyrir veðinu.

Sterling Airways koma mér í hug.

Takk fyrir innlitið Birgir

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.4.2013 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 44563

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband