21.5.2013 | 04:09
Hvar er lýðræðið? 19% fylgi engan mann kjörinn.
Ég hef tekið eftir því að það eru margir íslendingar sem vilja einmennis kjördæmi, sem sagt að kjósa manninn eða konuna en ekki flokkinn.
Nú í þessari nýjustu skoðunarkönnun í Bretlandi þá fengi breski sjálfstæðisflokkurinn 19% fylgi.
Ef þetta hefðu verið kosningar þá hefði flokkurinn ekki fengið einn einasta mann eða konu kjörinn á þing vegna einmannakjördæmiskerfisins í Bretlandi.
Kanski að fjórflokka systemið sé bara í lagi og menn ættu að hætta óska einhvers sem fólk kæmi til með að vilja ekki þegar á reinir?
Kveðja frá Houston
Breskir sjálfstæðissinnar með 19% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara 10 flokka systemið líka í lagi Jóhann?Eigum við ekki bara að leyfa fólki að ráða þessu?
Jósef Smári Ásmundsson, 21.5.2013 kl. 07:25
Jú, jú ef fólk vill ekki að þau sem er verið að kjósa nái ekki kjöri, þá finst mér það í lagi að það séu 10 flokkar en af hverju bara 10 afhverju en ekki 20 eða jafnvel 30 flokkar?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2013 kl. 10:57
Já það eru blikur á lofti í stjórnmálum Evrópu og víðar. Fólk er greinilega búið að fá nóg af þeim fúlkapítalisma sem hefur tröllriðið heiminum síðustu áratugi þar sem stórfyrirtækjum er kerfiðbundið hyglað á kostnað smærri aðila og launafólks. En slíkt er einmitt ein af grunnstoðum efnahagsstefnu ESB, að gera almenning að réttindarlausum leiguliðum og heil bæjarfélög háð duttlungum stórfyrirtækja. Á sama tíma er smáfyrirtækjum sífellt gert erfiðara fyrir með flóknari reglugerðum og kostnaðarliðum sem eingöngu þeir sem fyrir hafa teymi af sérfróðum lögfræðingum eiga möguleika. Bretar eru stolt þjóð sem lætur greinilega ekki slíkt yfir sig ganga til lengdar og ná vonandi að losa sig út úr klóm kolbrabbans vestanhafs áður en það verður um seinan.
Laxinn, 21.5.2013 kl. 12:26
Já,þessvegna 150.En þá er náttúrulega kjörið fyrir þessa flokka að vera með forkosningar og bjóða síðan einn lista.Þá nýtist kosningafyrirkomulagið.
Jósef Smári Ásmundsson, 21.5.2013 kl. 13:42
Eftir þessu Jósef minn þá veit ég ekki hvort þú vilt fullt lýðræði eða takmarkað. Kanski að 5% mörkin séu bara það sem þarf?
Þar af leiðandi ef það eru 150 eða 200 flokkar og hverjir eiga að fá þessi 63 sæti. Það væri auðvitað ekki lýðræðislegt ef að flokkur með 1% fengi ekki sæti eðs 1/2%. Því að 1% og 1/2% kjósendur fengju ekki sinn flokk inn og ekki er það lýðræðislegt.
Eða kanski að þinsæti verði flexible og ef það eru 100 flokkar í framboði þá verði 100 þingsæti plús. Kanski að svoleiðis reglur mundi vernda lýðræðið. Eða ef það eru 200 flokkar þá verði 200 þingsæti plús.
Sem sagt ef að flokkur fer í framboð þá fær hann garenterað einn mann inn, það væri auðvitað 100% lýðræði, eða hvað finnst þér.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 24.5.2013 kl. 13:39
ESB er glatað fyrirtæki sem þjóðverjar fundu upp. Þjóðverjar gátu ekki tekið Evrópu með hervaldi en ættla sér að taka völdin í Evrópu með peningavaldi.
Takk fyrir innlitið Lax
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 24.5.2013 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.