12.6.2013 | 16:12
Hvað var Ögmundur að gera.......
síðustu 4 1/2 ár? Þetta er ekkert að gerast í síðustu viku að íbúðalánasjóður hefur verið að henda fjölskyldum út á götu.
Svona skussi á ekki að láta heyra í sér sem eftir er á kjörtímabilinu um vandamál heimilana. Það er augljót að maðurinn skilur ekki fjármál heimilana.
Kveðja frá Houston.
Vilja fresta nauðungarsölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú heldur virkilega ekki að hann sé að setja þetta fram til að hjálpa heimilunum og styðja stjórnina? Nei, hann er að mana strákana til að pissa á rafmagnsgirðinguna. Hann veit hvaða áhrif svona aðgerðir hafa á ríkisfjármálin og hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórnarflokkana.
SonK (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 23:20
Auðvitað hefur Ögmundur engan áhuga á fjármálavanda heimilana og það hefur sýnt sig í gegnum árin.
Ekkert frekar en Samfylkingin og Björt Framtíð sem hefur engan áhuga á að vita hvað þjóðin vill í ESB aðildini, en það hljómar vel núna að heimta bindandi þjóðaratkvæði um málið.
Hvað voru þessir menn að hugsa og gera undanfarin 5 ár?
Eitt orð yfir þetta hyski drullupakk.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2013 kl. 23:48
Ögmundur hefur áhuga á fjármálavanda heimilanna en hann veit að ríkið hefur enga burði til að gera neitt stórt í þeim málum. Að velta vandamálinu yfir á ríkiskassann kostar bara hærri skatta, aukna skuldasöfnun ríkissjóðs, færri skóla, lokanir sjúkradeilda, niðurskurð í löggæslu og aukið atvinnuleysi. Draumórarnir um ríku gjafmildu vogunarsjóðina sem koma okkur til bjargar eru lýðskrum sem lifðu ekki af kosningarnar. Enda búið að fresta ákvörðunum fram á næsta vetur og leitað að lausnum sem áttu að heita fundnar og tilbúnar til afgreiðslu nú í sumar.
Samfylkingin og Björt Framtíð telja sig vita hvað þjóðin vill. Þegar skoðanakannanir hafa, eins og þær gera ennþá, sýnt um 60% stuðning við framhald viðræðna var varla nokkur aðkallandi þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem samþykkt var af meirihluta alþingis með stuðningi þingmanna úr nær öllum flokkum. Það hljómar vel núna að kalla eftir þjóðaratkvæði um málið þegar ríkisstjórnin ætlar ekki að halda sömu stefnu og mörkuð var. Enda aumur slagur og sorgleg forræðishyggja andstæðinga viðræðna að gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að lokum að kjósa um framtíð sína.
SonK (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 01:04
SonK, ég ættla ða byrja á skoðunarkönnunini, ég spurði 300 menn og konur sem að ég vissi að væru á móti ESB og hvað kom út úr skoðunarkönnunini 100% vildu ekki halda áfram viðræðunum.
Það var búið að kalla á þjóðaratkvæði og það bindandi þjóðaratkvæði í 4 ár og Vinstri grænir, björt framtíð og samfylkinginn virtu það að vetugi.
Nú er búið að henda þessu fólki frá völdum og þá er allt í einu ástæða fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Það upplagt að setja spurningu fyrir landsmenn í kosningunum á næsta ár, kostar lítið og setja spurninguna fyrir kjósendur; vilt þú að Ísland gerist aðili að ESB? Já eða Nei.
Ögmundur var í Ríkistjórn í 4 ár og það heyrðist ekki stuna né hósti um að það þyrfti að fresta því að henda fólki út á götu.
Ef Ögmundur veit hversu illa Ríkiskassinn er staddur hvað er hann að gaspra núna? Nei Ögmundur hefur engan áhuga á fjármálavanda heimilana, Ögmundur hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér og hefur alltaf gert.
Takk fyrir innlitið SonK
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.6.2013 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.