Gestapo ríki spreta upp alstaðar og þar sem sízt var von á.

Hvað er að gerast í þessum heimi?

BNA safnar síma data og tölvupósta data um all Ríkisborgara BNA og finst það allt í lagi, þó svo að það brjóti í bága við the Constitution of the United States (Stjórnarskrá) og Bill of Rights.

Íslendingar vilja flagga því hversu margar krónur hver og einn á og hvað einstaklingurinn skuldar. Þetta kemur engum við nema fjármálastofnun og einstaklingsins.

Vonandi fer persónuvernd með þetta í dómsstóla ef frumvarpið verður að lögum?

Kveðja frá Houston 

 


mbl.is Í raun verið að afnema bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gengur ekki lengur að halda svona upplýsingum leyndum. Þjóðfélagið kallar á gegnsæi og allar upplýsingar um fjárhag einstaklinganna. Þú verður að fá að vita hvað nágranninn á inná bók og hvað hann skuldar. Fyrirtækin verða að getað gengið að öllum fjárhagsupplýsingum starfsmanna. Og handrukkarar eru að starfa í blindni þegar þeir hafa ekki nákvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu ættingja skuldaranna. Á tækniöld þegar leynd er glæpur ættu áhugasamir að geta fengið sms þegar aldraðir taka út háar fjárhæðir í peningum.

SonK (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 14:30

2 Smámynd: Sandy

Hvaða bankaleynd er verið að tala um? Mínir reikningar voru opnaðir og keyrðir saman við TR og ekki nóg með það þegar ég var að gera skattaskýrsluna mína þá var ekki nóg með að heildarstaða kreditkorts hafi verið gefin upp heldur sundurliðaðar greiðslur á kortinu, auðvitað ásamt vaxtatekjum, því spyr ég um hvaða bankaleynd er verið að tala.

Sandy, 20.6.2013 kl. 15:25

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sarcasm leinir sér ekki í athugasemdini SonK og gott að heyra að það eru fleirri en ég sem er orðinn þreittur á þessum Gestapo ríkisstarfsemum.

Þakka innlitið.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 15:55

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki er ég alveg viss um hvernig lögin um leind skattaskýrslu er á Íslandi, en hér í BNA þá er mikil persónuleind og fólk þarf ekki að gefa neinar upplýsingar opinberlega eða óopinberlega nema þeir vilja.

Ef það er svipuð leind á skattaskýrslu á Íslandi og er í BNA þá er ekki kreditkorta upplýsingar fyrir almennings augu. En skatturinn því miður hefur verið Gestapo deild í öllum löndum og fólk hefur hingað til látið það sem vind um eyru þjóta. Dapurlegt.

Þakka innlitið Sandy.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 16:03

5 identicon

Hvað er athugavert við þetta? Svo lengi sem fyrirtæki eins og kreditinfo mega starfa hér er þá ekki bara sjálfsagt að allir sitji við sama borð. Annað hvort er leyndin fyrir alla eða engan. Fyrir utan það að það er sjálfsagt að stjórnvöld hafi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum. Eða hefur þú eitthvað að fela? Jón og Gunna hafa ekkert með það að hafa aðgang að fjármálaupplýsingum nágranna sinna.

Einar (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 18:00

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ja mikil ert þú leiðitamur Einar, og auðvitað því fleirri sem meðhöndla upplýsingarnar því fleirri koma til með að vita hvað er verið að skrá.

Ég er nú þannig persóna að ég treysti ekki spiltum Ríkisstofnunum um það að standa vörð um upplýsingar sem mér finnst að komi ekki Jón og Gunna ekkert við. Þess vegna því færi upplýsingar sem möppudýrin hafa því betra.

Svo höfum við heyrt talað um þá sem eru að brjótast in á tölvukerfi og taka þaðan allar aupplýsingar sem þeim sýnist og nota eða selja þeim sem vilja fá allar persónulegar upplysingar sem þeir geta náð í.

Gamla góða klisjan kemur alltaf upp aftur og aftur þegar verið er að ræða um að skerða persónuleynd "Hefur þú eitthvað að fela."

Ég svara því; það kemur þér ekkert við Einar.

En ef að persónulegum upplýsingum er safnað á einhvern stað og fólki finst það allt í lagi, hvað kemur næst?

Þakka innlitið Einar minn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 20.6.2013 kl. 18:39

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Varstu kannski fæddur í gær, Jóhann?

Hörður Þórðarson, 21.6.2013 kl. 05:31

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mjög málefnaleg athugasemd Hörður.

Þakka samt innlitið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.6.2013 kl. 14:43

9 identicon

En þessum upplýsingum er nú þegar safnað saman og keyptar og seldar af einkafyrirtækjum, hvers vegna er það þá verra að "möppudýr" sjái þær? Staðreyndin er þvî miður sú að meðan við getum ekki stundað heiðarlega viðskiptahætti eða haft þannig skattkerfi og eðlilega skattprósentu að ekki sè hægt svindla þá verður ríkið að geta fylgst með. Meirihlutinn þarf því miður alltaf að þjást vegna hinna óheiðarlegu. Eða finnst þèr bara sjálfsagt að bara sumir geti notið leyndar? Èg nýt hennar ekki og þegar èg naut hennar þá fannst mèr hún ekki skipta máli. Annað hvort bûum við í opnu þjóðfèlagi þar sem allir sitja við sama borð eða við höldum áfram að búa við núverandi ástand þar sem lítil hópur fólks getur haldið áfram að misnota sína aðstöðu sér og sínum til framdráttar. Ég er sammála þèr með þessar ríkisstofnanir en þær breytast ekki svo lengi sem sama spillta liðið togar î spottana í nafni persónu frelsis og leyndar. Èg hef enga töfralausn til að redda málunum en status quo lagar allavega ekki ástandið.

Einar (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 00:04

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla svara spurningu þinni með spurningu.

Finnst þér allt í lagi að einkafyrirtæki fari kaupum og sölum með persónulegar upplýsingar þínar?

Það er komið svo mikil Gestapo og Stassi hugsun í almenning að því finnst ekkert að því að það sem því kemur við og engum öðrum, sé orðið að almennum upplýsingum.

Finst þér í lagi að þú fáir ekki vinnu sem þú hefur sótt um af því að þú varst gjaldþrota fyrir 20 árum síðan?

Finnst þér í lagi að þú fáir ekki atvinnu af því að þú hefur fæðingagalla og sem eru veikindi sem er möguleiki að geti gert vart við sig en þú ert stálhrautur eins og er og gæti verið að sjúkdómurinn láti aldrei á sér bera og atvinnurekandur vilja ekki taka sjens á því?

Ég er á móti að veita allar persónulegar upplýsingar til möppudýra og persónupplýsingasölumanna í viðskiptalífinu.

Ég gleymi aldrei því sem ég heyrði í gamanþætti fyrir 40 árum síðan "In my country you don´t watch television, the television watches you." þetta átti að vera fyndið af því að þetta átti að vera um gamla Sovjetið.

Hluturinn er bara sá að þetta er að breiðast út um öll lönd eins eldur í sinu. Og ef enginn mótmælir eða reinir að spirna á móti þessu þá verum við eins og gamla Sovjetið og Þriðja Ríkið mjög fljótlega.

Takk fyrir innlitið Einar.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 22.6.2013 kl. 01:57

11 Smámynd: Elle_

Jóhann, getur þú verið viss um að hvað Bandaríkjastjórn og NSA eru að gera brjóti bandarísku stjórnarskrána?  Hlustaðirðu á skýringar Bandaríkjaforseta og forstöðumanns NSA?   Við vitum að íslenskir sorpblaðamenn segja þetta en það er ekki nóg.

Elle_, 23.6.2013 kl. 00:02

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í Gestapó og Stassi Ríkinu BNA.

En þeir sem þykjast vita um þetta þá er Fourth Ammendmet of the Constitution of the United States sem er í skotmarkinu, so to speak. Illegal search and seizure.

En þeir sem koma nálaægt þessum gögnum NSA eru staðnir að lýgi hvað eftir annað þegar þeir eru spurðir um þetta í yfirheyrslum fyrir þingi BNA.

Sennilega fer þetta fyrir dómstóla og það verður ráðið úr því þar.

En ég hef alltaf verið á móti því að fólk sé stinga nefinu í það sem því kemur ekkert við, hvort sem það eru Ríkis eða einkafyrirtækja möppudýr.

Þannig að ég vona að Hæstiréttur BNA dæmi að þetta sé ólöglegt.

Þakka innlitið Elle

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 23.6.2013 kl. 17:05

13 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þannig er á Íslandi að skv. núverandi lögum fær hið opinbera upplýsta fjárhagsstöðu þína hvern 31. desember. Milli 1. janúar og 30. desember hefur ríkið (m.a. sýslumenn) engan löglegan aðgang að þessum upplýsingum gegn þínum vilja, nema að fara fyrir dómstóla með málið. Og í því tilfelli þarf mjög sterk rök til þess að dómurinn féllist á að banki gefi upplýsingar gegn vilja viðskiptavinar, ekki er nóg að um fjárskipti sé að ræða eða forvirkar aðgerðir, það verða að fyrirliggja styrktur grunur um glæp (s.s. peningaþvætti eða þ.u.l.). Þess vegna er um að gera að taka til á reikningnum þínum síðustu vikuna í desember og endurreisa hann 2. janúar.

En það er augljóst, að ef þetta frumvarp nær fram að ganga, þá eru það mannréttindabrot. Þá er endanlega gengið frá sviptingu persónufrelsis, sem byrjað var á með stjórnarskrárbreytingunum 1995. Og við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Ef Hagstofan vill þessar upplýsingar, þá verða þeir eins og aðrir að fara með hvert mál fyrir Héraðsdóm. Og ég skrifa þetta ekki af því að ég hafi neitt að fela, enda á ég aldrei neitt inni á mínum bankareikningi eftir 20. hvers mánaðar. En ef ég fengi einhvern tíma einhverja veglega gjöf, þá kæmi það engum við nema mér sjálfum og gefandanum. Hvorki bankanum, ríkinu, sveitarfélaginu, Jóni né Gunnu. Og hafiði það!

Austmann,félagasamtök, 28.6.2013 kl. 00:27

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Austmann og það verður að reina að halda í persónuleind eins lengi og hægt er.

Þakka innlitið Austmann

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband