19.7.2013 | 12:12
Hófsemi í skrifum er alltaf bezt.
Ef frétt í Vísir um þungarokkaran Kristian "Varg" Vikersen er rétt þá finnst mér að Jon Valur Jenson ætti að læra af því og gæta hófs í ásökunum hér á mbl.is eins og JVJ bloggaði um frétt af handtöku Kristian "Varg" Vikersen. Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist við firstu sýn.
Það sem verra er að það voru fleirri sem voru sammála JVJ í athugasemdum um pistil JVJ með fyrirsögn "Kristindómur
samþýðist engar svona öfgvar"
Múgæsingur hefur engan rétt á sér og ætti ekki að eiga sér stað.
Jón Valur Jenson skrifaði:
Þetta norska kvikindi, morðinginn og kirkna-brennuvargurinn Kristian „Varg“ Vikernes, minnir okkur á það, að ekki var það öfgakristni, sem leiddi afstyrmið A.B. Breivik út í sín viðbjóðslegu fjöldamorð, heldur miklu fremur öfgaheiðni í ætt við nazismann.
Því ber að fagna, að franska lögreglan hafði hendur í hári þessa öfgamanns, vargsins, áður en hann hæfist handa við ráðgerð hryðjuverk.
Ég skrifaði í athugasemd við pistil JVJ:
Mér hefur alltaf fundist skítabragð og skítalikt af því þegar fólk dæmir ákærða í fjölmiðlum án dóms og laga, sama hversu mikill möguleiki er á því að ákærði verði fundinn sekur í dómsorði.
Norska þungarokkaranum sleppt úr haldi
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar:
Norska þungarokkaranum Kristian „Varg“ Vikernes hefur verið sleppt úr haldi.
Hann var handtekinn í Frakklandi á þriðjudaginn, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Höfðu yfirvöld í Frakklandi fylgst með athöfnum hans á netinu um nokkurt skeið. Var þetta staðfest í samtali við fréttastofuna NRK. Sagði franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK að grunur hafi strax verið uppi um að hann ætti hlut í hryðjuverkunum því að hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés.
Gögnin gátu augljóslega ekki fært nægar sönnur á aðild Vikernes þar sem að honum hefur verið sleppt.
Kristian ,,Varg" var meðlimur í hljómsveitinni Mayhem, þar sem hann spilaði á bassa, og er saga hljómsveitarinnar vægast sagt áhugaverð. Birti Vísir í gær umfjöllun Fréttablaðsins frá árinu 2007. Vikernes afplánar enn dóm sem hann fékk árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður.
Þetta ætti að kenna okkur öllum að sýna hófsemi í skrifum og þá sérstaklega um sakamál sem er rétt byrjað að ransaka.
Skrifa um pólitík og pólitíkusa, þá geta menn skrifað það sem þeim sýnist "Open Season", en svo verður fólk að taka afleiðingum af skrifum sínum, ef meint meiðyrði er skrifað.
Kveðja frá Dubai.
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.