6.9.2013 | 06:14
Rafbyssur algjörlega skaðlausar
Ef ég man rétt þá var ungur þingmaður í núverandi Ríkisstjórnarflokki og fyrverrandi lögreglumaður sem vildi að Alþingi samþykkti heimild íslenskra lögreglumanna að nota rafbyssur af því að þær væru algjörlega skaðlausar.
Hér er ein fréttin í viðbót sem sýnir að rafbyssur eru stórhættulegar og hafa drepið fjölda manns, þetta hlýtur hinn ungi þingmaður hafa vitað ef hann hefði nennt að googla um rafbyssur.
Eða var hinn ungi þingmaður að ljúga að kjósendum og öðrum landsmönnum?
Vonandi verður þetta kjörtímabil hans firsta og það síðasta á Alþingi, svona rangfærslur hafa íslendingar ekkert með að gera.
Eða hélt hinn ungi þingmaður að íslendingar væru svo vitlausir og heimskir og mundi trúa öllu sem hinn ungi þingmaður segir?
Kveðja frá Houston.
Lífvörður Lady Gaga lést eftir skot úr rafbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað var hann að ljúga. Allt of ungur og vitlaus og búin að eyða of miklum tíma í playstation. Skyldi hann vera tilbúin að leyfa að prufa þetta á sjálfum sér..??? Held ekki. En því miður höfum við svona halfvita sem vilja leyfa notkun þessara vopna og vittu til, þau yrðu misnotu hið snarasta. Skiptir engvu máli hversu oft við sjáum þessar fréttir, þá snúa svona vanvitar út úr þeim.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 08:55
Ég er farinn að fallst á útskýringuna þína að hinn ungi þingmaður hafi verið að ljúga, hann hlýtur að hafa googlað hverskonar skaða rafbyssur geta haft.
Ég er líka sammála að meirihluti lögreglumanna mundu misnota rafbyssuna og nota hana t.d. á ölvuðu konuna sem gat varla staðið á Laugaveginum fyrir nokkrum vikum.
Já sammála því að einhverjir vitringar fari að tala um að ég sé vondur og vilji sjá lögreglumenn drepna.
Hvað ættli að margir lögreglumenn hafi verið drepnir við handtöku afbrotamanns?
Hvað ættli að margir afbrotamenn hafi verið drepnir þegar þeir voru handteknir og á meðan þeir voru undir höndum lögreglu t.d. í fangaklefa?
Þakka innlitið Sigurður.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 6.9.2013 kl. 13:56
Það ætti enginn að taka ákvörðun um notkun á rafbyssum á þeim forsendum að þær séu "hættulausar" fyrr en sami einstaklingur hefur fyrst prófað að fá skot úr einni slíkri í sjálfan sig. Sama ætti að eiga við um þingmenn og ráðherra.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.9.2013 kl. 18:22
Það er mjög gott mál að hin almenna lögregla sé óvopnuð, ef hún myndi vopnast myndu fleiri af hinum almennu glæpamönnum gera það líka. Fín skilaboð að gefa til þess fólks sem kýs að afla tekna á einhvern hátt sem er í óþökk rískisvaldsins að svo lengi sem þau noti ekki vopn þá noti lögreglan ekki vopn gegn þeim.
Það er þegar til sveit innan lögreglunnar sem mætir ef skotvopn eru á staðnum og ágætis regla að hún verði (áfram) ein til að eiga, æfa og mögulega nota rafmagnsvopn.
Tóti (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 18:56
Kanski að hinn ungi þingmaður og furrverandi lögreglumaður vilji bjóða sig fram í tilraunir á rafbyssum?
Hvernig væri 100 skot á einum degi fyrir hinn unga þingmann, það ætti að vera í lagi, rafbyssur eru algjörlega skaðlausar að sögn hins unga þingmanns.
Þakka innlitið Guðmundur
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 7.9.2013 kl. 02:42
Ég held að það yrðu færri sem mundu láta lífið ef alvöru byssur væru notaðar af því að sá sem hleipir af byssu og það hitir manneskju þá er möguleikinn að manneskjan muni deyja ef skotið fer í likama manneskjunar á viðkvæman stað.
Þess vegna held ég að lögreglumaður mundi ekki draga upp byssu nema að lífi lögreglumannsins væri stefnt í hættu, þar af leiðandi færri dauðsföll.
Lögreglumaður með rafbyssu gæti sennilega notað rafbyssuna þó svo að lífi lögreglumannsins sé ekki stefnt í hættu, af þvi að honum hefur verið sagt að rafbyssur eru algjörlega skaðlausar.
En eins og við vitum að það eru fjöldin allur af fólki sem hefur látið lífið við að fá skot úr rafbyssu og þar afleiðandi fleirri dauðsföll.
Ég tek undir að það er til í lögregluliðinu svokölluð Víkingasveit sem er hægt að kalla út ef ástæður varða lífshættu lögreglumanna. Víkingasveitin veit að ef þeir hleypa af og skot fer í viðkvæman stað menneskjunar að þá lætur manneskjan lífið. Ég er viss um að Víkingasveitini hefur verið kennt að nota ekki byssur, nema lífi þeir sé stefnt í hættu.
Þakka innlitið Tóti.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 7.9.2013 kl. 02:56
Ég held að það sé ekki til "svokölluð" Víkingasveit innan lögreglunnar. Mig minnir að það nafn hafi verið lagt niður og nú sé eingöngu notað orðasambandið sérsveit ríkislögreglustjóra eða eitthvað svoleiðis.
corvus corax, 9.9.2013 kl. 13:37
Ok, þakka ábendinguna corvus corax, en sennilega gerir sérsveit ríkislögreglunar það sama og Víkingasveitin gerði?
Nokkuð svipað og Ministry of War, en nú er það kallað Defence Minstry, en auðvitað gerir ekkert annað en að vera í hernaðarplönum og er alltaf í einhverjum hernaði en ekki varnarplönum, í það minnsta The USA Ministry of War og hefur aldrei verið notað til að verja USA gagnvart erlendum ríkjum.
Þakka innlitið corvus corax.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.9.2013 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.