8.12.2013 | 09:57
Skrítin fyrirsögn
Fréttaþýðandi þýðir fréttina og setur fyrirsögn "Sextán ára piltur lést í miðju flugi." Svo heldur fréttaþýðandinn áfram "......... lést um hálfri klukkustund eftir flugtak."
Það eru sennilega fjögura eða fimm tíma flug frá Seattle til Atlanta, þannig að ef pilturinn lést hálftíma eftir flugtak, þá auðsjáanlega lést pilturinn ekki í miðju flugi.
Sennilega hefði fréttaþýðandinn átt að hafa fyrirsögnina "Sextán ára piltur lést hálfri klukkustund eftir flugtak."
Af hverju gera fréttaþýðendur fyrirsagnir sem eru rangar?
Ættli að það sé út af því að fréttþýðendur vilja búa eitthvað til við fréttaþýðinguna sem kemur frá þeim sjálfum, jafnvel þó það sé ekki rétt?
Furðuleg árátta.
Kveðja frá Houston.
Sextán ára piltur lést í miðju flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki bara með hártoganir? Þú veizt að tungumálið er ekki nákvæmnisvísindi. En dó hann ekki í miðju flugi milli Seattle og Spokane? Tékkaðu á því.
Mér hefur alltaf fundizt vandaður fréttaflutningur á mbl.is, ólíkt DV.is. Í DV, sem er versta sorpblað í heimi, eru ekki bara fyrirsagnirnar villandi, heldur eru "fréttirnar" þar innantómt rusl skrifað með endalausum málfræðivillum. Enda eru starfsmenn DV ekki alvöru blaðamenn.
Pétur D. (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.