11.4.2014 | 14:39
Voru lög um gjaldmiðil brotin í ræðustól á Alþingi?
Hvering væri að heyra frá lögfróðum einstaklingum um það hvort Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata hafi framið lögbrot í ræðustól Alþingis þegar hann reif 30,000 kr?
Þekki ekki nóg til gjaldmiðils laga á Íslandi, en sum lönd eiga gjaldmiðilinn og einstaklingurinn hefur gjaldmiðilinn að láni til almenna viðskipta og er óheimilt að skemma/eyðileggja gjaldmiðilinn að ásettu ráði.
Með öðrum orðum; er gjaldmiðill íslendinga eign íslenzka ríkisins eða einstaklingisnis sem hefur gjaldmiðilinn í höndunum?
Það kostar erlendan gjaldeyri að prenta íslenzka seðla og slá mint.
Kveðja frá Houston
Reif 10.000-kalla í sundur á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lög um gjaldmiðil Íslands: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1968022.html
Ákvæði almennra hegningarlaga um brot er varða gjaldmiðil: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html#G150
Í fljótu bragði er þar ekkert að finna sem tekur sérstaklega á þessu. Brellan felst í því að rifinn peningaseðill er ekki "ónýtur" í venjulegum skilningi. Ef það er enn hægt að lesa númerið á báðum helmingum eru þeir enn löglegir til greiðslu. Seðill getur rifnað af slysni og þá er hægt að redda því með límbandi, eins og ég hef sjálfur gert nokkrum sinnum.
Að sjálfsögðu er seðillinn eign þess sem heldur á honum, enda er í raun um handaskuldabréf að ræða.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2014 kl. 15:24
Var ekki búið að bæta 10.000 kallana með límbandi, svo hægt væri að virðisauka bæta sultarkjör laga/stjórnarskrársvikinna og varnarlausra skjólstæðinga mæðrastyrksnefndar?
,,Túlípanahagfræðin" er ekki að virka á nokkurn hátt vel, fyrir neina í siðmenntuðum heimi alþýðunnar banka/stjórnsýslusviknu! Virkar hvorki á Íslandi né í öðrum ríkjum.
"Páskarnir" koma líka til fátækra og kauphallarsvikinna (peningalausra), þó brauð og fiskar fátækra og kerfis/laga/dómstólasvikinna sé minnst fimmfalt dýrara, heldur en brauð og fiskar kaupaukaþeganna Kauphallar-ofurlaunuðu.
Sumir eru einungis ofurríkir í hjarta sínu, huga, samvisku og sál, meðan aðrir eru, (að því er virðist), einungis ríkir af innistæðulausum og fölsuðum Júdasar-hvítflibbaþvegnum peningum/völdum.
Það er eitthvað mjög mikið að þessu samfélagi/stjórnsýslu. Og ekki einungis á Íslandi. Hvað ætli orsaka-sjúkdómurinn sé kallaður á mannamáli siðmenntaðra og háskólaðra réttarríkja?
Er ekki lengur kennd siðfræði í Háskólum "siðmenntaða" heimsins?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.4.2014 kl. 16:05
Þakka athugasemdina Guðmundur.
Ég er ekki að véfengja ráðstöfunarréttinn í almennum viðskiðtum, heldur meðferð seðilsins að ásettu ráði og þá aðallega eyðilegingu seðilsins.
Hélt kanski að það væri einhverjar meðferðareglur um íslenzka seðla eins og það eru meðferðarreglur um íslenzka fánann.
Sem sagt; það eru enginn lög fyrir því að eyðileggja íslenzka seðla, þakka fyrir upplýsingarnar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.4.2014 kl. 16:10
Þakka athugasemdina Anna Sigríður,
Ég veit ekki hvort það sé hægt að líma þessa 10,000 krónuseðla svo að það sé hægt að fá andvirði þeirra í nýjum seðlum.
En ef svo er ekki þá er illa farið með fé sem hefði kanski getað greitt fyrir helgarmatinn fyrir fjölskyldur sem eiga ekki fyrir að kaupa í matinn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.4.2014 kl. 16:15
Hrós á að gefa þeim sem gera vel.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata gerði vel eftir að rífa þrjá 10,000 krónuseðla sem hann þurfti ekki að nota.
Jón Þór fór í banka með snepplana og fékk nýja seðla fyrir og gaf svo nýju seðlana til mæðrastyrksnefndar.
Vel gert Jón Þór þú átt heiður skilið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.4.2014 kl. 19:01
Sitjandi fjármálaráðherra var í salnum og bauðst snarlega til að hjálpa píratanum að líma seðlana aftur saman.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2014 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.