Er manneskjan rugluð?

Á hvaða Íslandi býr Frú Ingadóttir?

Það hlýtur að vera gott að vera þingmaður og lifa með hár tekjur, forgöngu að sjúkraþjónustu, Saga Klass ferðalögum erlendis búa á fimm stjörnu hótelum og dagpeninga umfram uppihald til að verzla, og ekki má gleyma öllu því sem þingmaðurinn fær frítt eins og til dæmis gleraugu og heilsurækt svo eitthvað sé nefnt.

Svo eru auðvitað almennir landsmenn, sem eiga í vandræðum með að halda í húseignina, skilst að það sé búið að henda 9000 fjölskyldum út á götu siðan 2009.

Hinn almenni borgari þarf að bíða í marga manuði til að komast í skurðaðgerð. Það þarf að fara í mál við Rikið til að reyna að fá lyf til að fólk geti lifað sómasamlegu lifi, af því að það eru ekki til peningar.

það er ekki hægt að byggja nýtt sjúkrahús af því að það er ekki til peningar.

Það er ekki hægt að greiða starfsmönnum sjúkrahúsa sómasamleg laun af þvi að er til peningur.

Það er ekki hægt að hafa vegi landsins í sómasamlegu ástandi af því að það er ekki til peningur.

Það er fjöldinn allur af fólki að bíða eftir húsnæði sem það hefur efni á af þvi að það er ekki til peningur til að byggja ný húsnæði og auðvitað er mikið af því fólki sem var hent út á götu af bönkum, lífeyrissjóðum og Húsnæðismála Sjóð.

Ég ættla nú að hætta að telja upp það sem vantar og er ekki til peningur fyrir, lesandi getur aræðanlega bætt mikið við, það er ekki til peningur listan.

En svo eru til nógir peningar fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem okkur kemur ekkert við, 5000 flóttamenn og hælisleitendur kostar 100 miljarða krónur, sem sagt eitt stykki nýtt sjúkrahús, sem vantar til að vera með eðlilega heilbrigðisþjónustu.

Hvernig getur Frú Ingadóttir fullyrt það að Ísland sé vel í stakk búið að taka við 5000 flóttamönnum og hælisleitendur, ég spyr aftur, er manneskjan rugluð eða fylgist hún ekki með hvað er að gerast í landinu?

Kveðja frá Houston


mbl.is Vel í stakk búin fyrir flóttafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi flóttamannavandi, virðist koma eins og HIMNASENDING fyrir LANDRÁÐAFYLKINGUNA, nafni, nú ætla þau að bjarga flokknum frá tortímingu með þessu.

Kveða frá Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 3.9.2015 kl. 14:07

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já ég get kanski skilið það nafni að Samfylkingin eru að reina að bjarga sínum afturenda, en það eru þingmenn stjórnarflokkana sem toga í sama strenginn.

þakka innlitið nafni.

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 14:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er rosalega góð grein hjá þér og þetta "Rétttrúnaðarlið" hefði gott af að lesa hana, þó ekki væri nema til að ná smá "jarðsambandi"............

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 3.9.2015 kl. 14:50

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka fyrir hólið nafni, mér bara blöskrar siðleysi Frú Ingadóttur, að hún skuli voga sér að segja að hér drjúpi smjör af hverju strái, þegar við vitum að svo er ekki.

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 14:56

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það átti nú að vera í pistlinum "Það er ekki hægt að greiða starfsmönnum sjúkrahúsa sómasæmileg laun af því það er ekki til peningar."

Bið afsökunar á þessum mistökum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband