Var að lesa á Vísir.is að maðurinn sem er búið að vera að leita að i nokkra daga vill ekki láta finna sig.
Maðurinn er fullorðinn maður og ef hann vill ekki að hann finist, af hverju er verið að eyða fjármunum og mannsafli í leitina.
Svo er auðvitað möguleiki að Vísir.is hafi ekki rétt fyrir sér, það er ekki allt rétt og satt sem að við lesum á Vísir.is.
Kveðja frá Houston
Leituðu fram í myrkur án árangurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp"
Skv. þessu er maðurinn veikur. Ein afleiðing/einkenni veikindanna sé að hann forðist fólk. Svona veikindi geta hæglega verið banvæn og margur mætur maðurinn hefur dáið úr slíkum sjúkdómum. Þess vegna er væntanlega verið að leita að honum; til að reyna bjarga lífi hans.
ls (IP-tala skráð) 19.10.2015 kl. 13:23
Þakka fyrir upplýsingarnar, það er ekki alltaf hægt að trú því sem lesið er í fjölmiðlum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.10.2015 kl. 23:51
Þetta er líka dæmi um alveg óhemjumikla forræðishyggju. Hver segir að maðurinn VILJI láta bjarga lífi sínu? Og hver ákveður hvort menn vilja halda áfram, því sem þeim sjálfum finnst eymdarlíf? Þetta er kannski spurning sem fólk ætti að spyrja sig að áður en það fer að "aðstoða" aðra. Menn þurfa að fara átta sig á því að það er fleiri en ein hlið á öllum málum...
Kveðja af Suðurnesjunum
Jóhann Elíasson, 20.10.2015 kl. 16:24
Jóhann E., Ef vitað er af fótbrotnum manni á hálendinu á þá ekki að leita að honum nema hann geti hringt sjálfur og staðfest að hann vilji fá hjálp?
ps. Jóhann K. ég veit ekki meira en komið hefur fram í fjölmiðlum, en samkvæmt þeim virðist maðurinn veikur.
ls (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 17:19
Ertu fullur "Is"? Þessi samlíking er svona með því gáfulegra sem ég hef séð og hef ég þó séð ansi marga vitleysuna i gegnum tíðina. Ertu alveg viss um að þú sért með fulla fimm eða kannski langtum minna en hálf fimm?????
Jóhann Elíasson, 20.10.2015 kl. 17:38
Gísli, mér finnst þú rugla umhyggju við forræðishyggju. Það virðist vera hægt að ráða af orðum þínum að þú hafir litla þolinmæði gagnvart andlega veiku fólki, en sem betur fer eru lögregla og björgunarfólk ekki á sama máli. Þessir aðilar virða rétt þessa manns til lífsins þegar hann er líklega ekki í aðstöðu til þess að taka upplýsta ákvörðun sjálfur. Svo er hitt líka að jafnvel þótt hann væri fullkomlega hæfur til þess að taka þá ákvörðun að hann vildi deyja, þá myndi allt almennilegt fólk reyna að koma í veg fyrir það. Mér sýnist, því miður, að það væri lítið á þér að græða í þeim kringumstæðum.
En máské er það þannig í heimi Jóhanns Elíassonar að fólk geti bara gengið fyrir björg, hengt sig eða orðið úti þegar það vill og skiptir þá engu hvort viðkomandi geti tekið um það upplýsta ákvörðun eða ekki. Mér sýnist svo vera og mig grunar að fáir myndu vilja búa í þeim heimi með þér.
Ég finn til með þér að þú skulir ekki þekkja mun á umhyggju og forræðishyggju. Til að byrja með er líklega best fyrir þig að fletta þessu upp í bók og sjá hvað gerist.
Gísli Bj. (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 01:50
Mörkin milli umhyggju og forræðishyggju eru fremur óljós Gísli. Viltu ekki bara taka sjálfsákvörðunarréttinn af fólki? Kannski þú viljir skilgreina fyrir okkur sem erum ekki nógu vel að okkur, að þínu mati, hvað þú telur að umhyggja sé?
Jóhann Elíasson, 21.10.2015 kl. 10:40
Gísli virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að svara, svo ég læt nokkur orð falla: Þegar maður les svona HRÆSNI eins og umhyggjuskrifin hans Gísla Bj. verður manni bara óglatt. Hann talar um umhyggju en hversu langt nær hún? Segjum að einhver reyni sjálfsvíg en honum er "bjargað" af einhverjum umhyggjusömum aðila. Fyrst lendir hann sjálfsagt á spítala, þaðan er hann sendur á geðdeild þar sem hann fer í viðtal eða viðtöl hjá geðlækni, sem síðar ávísar einhverjum lyfjum fyrir hann og síðan er hann sendur heim í kjallaraíbúðina sína því það eru engin úrræði til fyrir hann/hana vegna þess að þau kosta svo mikið. Þessir umhyggjusömu hafa engan áhuga á því að skattar þeirra séu hækkaðir svo hægt sé að útbúa einhver raunveruleg úrræði fyrir þetta fólk. Þetta er nákvæmlega það sama og er í gangi með "GÓÐA FÓLKIÐ2", sem vill hjálpa flóttamönnum. Peningar virðast vera eitthvað ofan á brauð, hjá þessu liði og ef það er spurt hvar eigi að taka þá verður minna um svör. En það virðist ekki mega tala um þessa hluti af hreinskilni því umhyggjusama- og góða fólkið vill geta lifað í sínum draumaheimi óáreitt og án þess að komið sé við samvisku þess.
Jóhann Elíasson, 21.10.2015 kl. 11:48
Samúðarhræsni Góða Fólksins hafa enginn takmörk, en auðvitað ef að fullorðinn maður vill ekki láta finna sig og hann hefur ekki verið úrskurðaður með geðræn vandamál, á þá að vera eyða tíma og fjármunum í leit að manninum?
Ég svara spurningunni, neitandi. Það kemur engum við hvað ég ættla að gera svo framarlega sem ég er ekki öðrum til ama eða áhættu.
Ekki veit ég hvernig ástandið er hjá þessum manni, þess vegna setti ég spurninguna fram í upphafi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.10.2015 kl. 22:40
Mér sýnist að við séum á mjög svipaðri línu í þessu nafni. Okkar "glæpur" er að tala hreint út um hlutina en það virðist koma við ýmsa.
Kveðja af Suðurnesjunum
Jóhann Elíasson, 22.10.2015 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.