Biblían notuð í Saudi Arabíu

Ja hérna ekki bjóst ég við þessu að Sádarnir notist við Biblíuna þegar þeir dæma afbrotamenn.

En ekki kemur mér það að óvart, afþví margt er líkt með Kóraninum og Biblíuni; "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er kennt í báðum ritningum.

Kveðja frá Houston 


mbl.is Skal þola lömun fyrir að lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Víxlar þú ekki á heimildunum?

Múhameð sauð að vísu Kóraninn aðallega upp úr Gamla testamentinu og staðfærði textann.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2013 kl. 23:53

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vitanlega nota þeir sömu leiðbeningar, þeir trúa jú á sama guðinn...!

Haraldur Rafn Ingvason, 4.4.2013 kl. 00:15

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Guðjón.

Kóraninn er mjög líkur the Tora gyðingana en samt geta þessir villutrúamenn, (afsakið ég held því fram að öll trúarbrögð eru villutrúar) ekki búið í sama landi og fjöldi saklausra kvenna og barna eru drepin í hverri viku, vegna trúarofstækis.

Mér finst þetta komísk frétt af því að ég hef verið að vinna í Saudi Arabíu í gegnum árin og í þeirra skólum er ekki til ríki sem er nefnt Ísrael en samt nota þeir lög úr Gamla Testamentinu sem er úr trúarbók gyðinga.

Ef amnisty international (nota ben ég nota littla stafi fyrir þetta afbryði) væru sniðugir, þá mundu þeir benda Sádunum á að þeir eru að fara eftir gyðingatrú.

Viti menn, þetta "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" yrði þurkað út úr Kóraninum og gæinn mundi sleppa við lömunina.

Svo tvisted eru þeir í hugsun í Saudi Arabíu.

Takk fyrir innlitið Guðjón

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 01:53

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hingað og ekki lengra Haraldur.

Þeir trúa ekki á sama guðin, en þeir viðurkenna að Jesús Kristur var profet, en "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" kemur úr trúarbók gyðinga, ekki kristina manna.

Því ekki að benada Sádunum á þessi mistök, og þessi gæji mundi sleppa við lömunaraðgerðina.

Takk fyrir innlitið Haraldur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 01:57

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Láttu af þessu Redneck gyðingahatri þínu frá Houston Jóhann Kristinsson. Kóraninn er afar ólíkur Gamla Testamentinu. Það sem þú kallar "the Tora" eru aðeins það sem Kristnir kalla hinar 5 Mósebækur. Þú finnur þær ekki í Kóraninum.

Þetta helvítis hatur þitt er óþolandi. Kynntu þér hlutina og söguna betur áður en þú sýnir hatur þitt, sem er raunar lítið öðruvísi en það hatur sem fær menn til að skera í sundur mænuna á 24 ára manni. Frumstæð hegðun og takmörkuð hugsun.

Verða menn heimskir eins og Kanar á að lifa í Houston? Lög Mósebóka og í Tanach eru ekki lög þeirra landa þar sem gyðingar búa, heldur ekki í Ísrael.

Hatur mótar hins vegar stundum lögin og þá sem setja þau - og í sumum löndum enda dæmdir glæpamenn sem dýrlingar. Þar setur lýðurinn lögin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.4.2013 kl. 07:35

6 identicon

Um hvað ert þú að tala Vilhjálmur?? Er e h að mæla þessari refsingu bót hérna? það er bara verip að bena á hvað þetta er mikið villimannaríki það er Saudi Arabia. Enn maður líttu þér nær. Virðist vera að fyllast e h kana hatri hér! ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 07:43

7 identicon

Auðvitað er þetta sami guð í íslam/kristni og gyðingdóm.  Og hann er nákvæmlega jafn crazy í öllum galdrabókunum

DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 10:09

8 identicon

Til að útkljá þetta, eru hér nokkrar tilvitnanir í Wikipedia

(http://en.wikipedia.org/wiki/Eye_for_an_eye#Social_hierarchy_and_reciprocal_justice):

"An eye for an eye is the principle that a person who has injured another person is penalized to a similar degree, or according to other interpretations the victim receives the value of the injury in compensation. According to Jewish interpretations the victim in criminal law gets financial compensation based on the law of human equality eschewing mutilation and 'lex talionis'."

Þ.e. að í staðinn fyrir að rífa úr augun og tennurnar, þá er litið á þessa reglu (sem í dag kallast "lex talionis") í sambandi við réttlátar skaðabætur. Þótt bæði í Code of Hammurabi (babýlónskum lögum), rómverskum lögum og islam sé þessi regla tíunduð, þá þýðir hún í raun bara að gerandi fái refsingu sem hæfir glæpnum (bæði í gyðingalögum og í islam), allt frá greiðslu skaðabóta til fangelsis eða jafnvel aftöku, en í þessum gömlu lögum er gert ráð fyrir að um jafningja sé að ræða:

Code of Hammurabi: "... life for life, eye for eye, tooth for tooth, hand for hand, foot for foot, burn for burn, wound for wound, stripe for stripe"

"The Qur'an mentions the "eye for an eye" concept as being ordained for the Children of Israel. The principle of Lex talionis in Islam  ... [is] mentioned in (Qur'an 2:178) "O you who have believed, prescribed for you is legal retribution (Qasas) for those murdered - the free for the free, the slave for the slave, and the female for the female. But whoever overlooks from his brother anything, then there should be a suitable follow-up and payment to him with good conduct."" 

Þannig að það er rétt, að þetta réttarprinsípp í islam er komið frá gyðingum (children of Israel) sem fengu það frá Babýlóníu. Hins vegar hefur því aðeins verið beitt í ríkjum, þar sem sharia er iðkað og aðeins ef um jafningja er að ræða. Karlmaður í islömsku ríki fær venjulega ekki refsingu fyrir að myrða kvenmann. Í gamla daga voru þrælar líka réttdræpir í raun.

Það er oft réttlætanlegt að beita auga-fyrir-auga-refsingu eins og gert er skv. sharia-lögum, en aðeins ef jafnræði milli einstaklinga gildirán tillits til kynferðis og þjóðfélagsstöðu. Aðrir hlutar sharia, sem eru að mestu afbökun á Kóraninum (Qur'an), eru hins vegar viðbjóðslegir, sérstaklega þegar konum sem hefur verið nauðgað eru dæmdar til dauða eða pyntinga.

En samsvarandi reglur um harðar og ósanngjarnar refsingar er einnig að finna í lögum GT, en óvíst er hvort Gyðingar hafi nokkurn tíma farið eftir þeim.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 11:09

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hér er ekkert hatur um eitt eða neitt Vilhjálmur.

Það var verið að benda á að "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn kemur úr bókum gyðinga og ef Sádunum væri bent á þetta þá mundu þeir hætta við aðgerðina að lama gæjan.

Takk fyrir innlitið Vilhjálmur

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:23

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt Ólafur það sem ég benti á í pistlinu er að amnesti international ætti að benda á að Sádarnir væru að fara eftir gyðingabóku og gæjinn mundi sleppa.

Svo mikið er hatur Sádana á gyðingum að þeir gætu ekki verið þekktir fyrir að nota eitthvað úr trúarbókum gyðinga.

Takk fyrir innlitið Ólafur

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:28

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Doctor E, ekki það að ég trúi á einhvern guð, en það littla sem ég hef lesið í þessum trúar bókum að þá yfirleit boða þau gott líferni.

Það eru þeir sem þykjast vera trúaðir sem snúa textanum í allar áttir og haga þeim eins og þeim finnst bezt.

Takk fyrir innlitið Doctor E

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:31

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Takk fyrir að benda á Wikipedia heimildirnar sem eru ekki alltaf réttar, en í þessu þá er það nokkuð rétt.

"auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er í raun og veru kopí paste frá gyðingabókum í Biblúana og Kóraninn.

Takk fyrir innlitið Pétur

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:37

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jú, þetta er allt sami guðinn. Svo berast mismunandi klofningshópar hinna trúuðu á banaspjót í heilögum stríðum, sannfærðir um að þeirra túlkun sé sú eina rétta.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.4.2013 kl. 13:44

14 identicon

"Þeir trúa ekki á sama guðin, en þeir viðurkenna að Jesús Kristur var profet, en "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" kemur úr trúarbók gyðinga, ekki kristina manna."

 Það hvaða trúarbók er notuð kemur því ekkert við hvaða guð er verið að tilbiðja

Gyðingar trúðu á guð og var Abraham æðsti spámaður þeirra. Þeir trúa því að messías sé ekki enn kominn til jarðar.  (Rosaleg einföldun, en í grunninn rétt)

Kristni breytir útfrá gyðingum nokkrum árum seinna að því leiti að þeir innleiða nýja testamentið til aukreitis við gömlu biblíu gyðingana (sem inniheldur meðal annars lögin um auga fyrir auga, svo þarna var ekkert copy paste) og bæta við gaur sem heitir Jesú sem á að vera messías. Þeir trúa enn á sama Guð og gyðingarnir. Bara á sinn hátt.

Svo kemur Islam nokkur hundruð árum eftir kristni og "betrumbætir" með því að segja "Nei, hingað og ekki lengra! Jesú er einungis spámaður! Og við ætlum að bæta við Múhammed líka.", en á sama hátt og Gyðingar þá bíða þeir enn eftir Messías. En þeir trúa enn á sama guð og Gyðingar og Kristnir. Munurinn liggur í hvernig "saga" trúarinnar er ásamt einstökum trúarbrögðum.

Svo má bæta við að það er rétt að Hammurab, sem hvorki var gyðingur né kristinn, skrifaði fyrst niður auga fyrir auga, tönn fyrir tönn regluna. Enginn veit hversu gömul sú regla er en það má vel hugsa sér að það nái allt til apa-forfeðra okkar, enda mjög einföld pæling.

kristinn (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 13:50

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það og saklaus börn eru drepin í þessum erjum milli trúarflokka.

Takk fyrir innlitið Haraldur Hrafn

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:53

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held nú samt að "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" sé kopí paste frá gyðingabókum yfir í Biblíuna og Kóraninn.

Af því að gyðingabækurnar voru skrifaðar á undan Biblíuni og Kóraninum.

Takk fyrir innlitið kristinn

Hveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 13:58

17 identicon

Trúarritin boða nú yfirhöfuð ekki gott líferni, heldur ýta þau undir stríð og ógnir,útskúfanir og rugl, að auki eru þau á móti öllu og styðja allt líka, þannig að ekkert gott getur komið úr þessu trúarrugli... eins og sagan sýnir og sannar

DoctorE (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 14:17

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það fer eftir því hvað þú vilt fara eftir Doctor E, bara eins og til dæmis boðorðin 10, er eitthvað í þeim sem þér mislíkar?

Takk fyrir innlitið Doctor E

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 15:00

19 Smámynd: Mofi

Fólk hérna virðist hafa svakalega sterkar skoðanir á atriðum sem það veit kannski ekkert svakalega mikið um. Hefur líklegast hvorki lesið Biblíuna né Kóraninn né veit hvaða trúarhópar hafa hvaða bækur...

Trúarrit kristinna manna er Biblían og Biblían er Gamla Testamentið og Nýja Testamentið. Gamla Testamentið inniheldur "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" sem er aðeins leið til að segja að refsingin á að vera í samræmi við glæpinn. Ætlar einhver að segja að það sé ekki réttlátt að ef að maður viljandi blindar annan mann að þá sé það ekki réttlátt að hann missi sjónina sjálfur?  Getur verið að það hljómi grimmt en það sem viðkomandi gerði var grimmt til að byrja með og hann er aðeins að finna fyrir sínu eigin meðali á eigin skinni.

Kristnir menn hafa auðvitað Gamla Testamentið þó almenna afstaða kristinna er að lög Móses eiga ekki við þá og jafnvel þeir fáu sem telja að lög Móses eiga við þá, þá samt ekki að refsi löggjöfin eigi við þá enda þarf þá sér dómsstóla og musteri sem fara eftir þessum lögum.

Gyðingar hafa aðeins Gamla Testamentið og það eru þeirra gyðinga bækur þó að auðvitað hafa þeir fleiri bækur en sem þeirra trúarrit þá er það Gamla Testamentið.  Aðeins einhver sem hefur ekki snefil af þekkingu á Íslam, gyðingdómi og kristni og hefur hvorki lesið Biblíuna eða Kóraninn heldur að um sé að ræða sama Guð. 

Varðandi stríð og trú þá langar mig að benda á þetta: Er trú orsök stríðs átaka í heiminum?

Mofi, 4.4.2013 kl. 15:28

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að svara spurninguni frá minni innstu sannfæringu, sem gæti verið algjör andstæða á því sem þú hefur og þín ábending.

Já mikill meirihluti alls ills í heiminum eiga sér trúarlegs uppruna og þar með talin stríð.

Takk fyrir innlitið Mofi

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 16:01

21 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Það fossar blóð í frelsarans slóð, en faðir, það er vel meint"

Haraldur Rafn Ingvason, 4.4.2013 kl. 16:22

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já, og hvað viltu að þetta þýði minn kæri?

Takk fyrir innlitið Haraldur Rafn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 16:52

23 identicon

Mofi : Ok, Þú villt meina að þetta sé semsagt ekki sami guðinn í öllum þremur trúnum. Gott með það. En svaraðu mér þá einu.

Abraham er til í þeim öllum þremur (Islam, Kristni og Gyðingstrú). Hann gerir verk guðs og telst einn af spámönnum hans. Sama má segja um Móses, Davíð og Salómon ásamt fleyrum.

Allar þrjú trúarbrögðin segja að Jerúsalem sé heilög borg og öll þrjú trúarbrögðin koma frá svipuðu svæði í heiminum.

Er þetta allt þá stór misskilningur og/eða tilviljun fyrir þér? Eða getur verið að þrjú stór trúarbrögð sem deila að stóru leiti hugmyndafræði, uppruna og spámönnum, séu öll að tilbiðja sama guðinn?

Kristinn (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 21:35

24 Smámynd: Mofi

kristinn, Múhameð predikaði að hann væri einn af spámönnum Guðs eins og t.d. Móses. Málið er að hann predikaði aðra hluti en spámenn Gamla Testamentisins og ég hef enga ástæðu til að trúa að hann var að segja satt um að Guð hefði valið hann sem spámann. Hann spáði engu og boðaði sína trú með stríði og kúgun.  Það er ekki eins og ef bara einhver segist vera spámaður Guðs eins og spámenn Gamla Testamentisins að þá á maður bara að trúa honum og bæta honum við spámenn Biblíunnar.  Slíkt er algjör fyrra í mínum augum enda Gamla Testamentið mjög skýrt að spámenn sem koma frá Guði munu vera í samræmi við það sem Guð var þegar búinn að opinbera.

Ég er síðan nokkuð viss um að Jerúsalem er hvergi nefnd í Kóraninum.  

Mofi, 4.4.2013 kl. 23:12

25 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Spurningin hvort um sé að ræða "sama Guð" á aðeins við ef maður trúir á Guð. Annars getum við talað um "svipaðar guðshugmyndir" trúmanna og þó þar sé margt líkt milli Kristni/Íslam/Gyðingatrú þá er einnig ýmislegt sem ekki er eins. Í grunninn er þó um nánast sama fyrirbærið að ræða hjá Gyðingum og Múslímum. Kristnir hafa fundið upp á þríeinum Guði sem er nokkuð frumlegt en á sér þó rætur í t.d. trúarumbótum Ramsesar II. á 12. öld fyrir okkar tímatal.

Mér þykir það alls ekki augljóst að Kóraninn (eða Sharia) sæki "auga fyrir auga" réttarhugmyndir frá Gyðingum. Eins og lög Hammúrabís sýna hefur þetta verið talsvert útbreidd réttarfarsleg hugsun og Múhammeð hefur ekki þurft að lesa Mósebækur til að fá hugyndina.

Mofi, trúarrit Gyðinga heitir hvorki Biblían né Gamla Testamentið. Upphaflega (frá c.a. 7. öld f.o.t. að telja) voru það Mósebækurnar 5, eða Tora. Frá c.a. 2. öld f.o.t og fram á 6. öld e.o.t. þróaðist núverandi rabbíniski Gyðingdómur og Sjötugsskinna var mikið notuð, "Torah, ritin og spámennirnir". Endanleg samþykkt trúarrits gerist innan rabbínisks Gyðingdóms, nokkurn veginn samsvarandi Gamla Testamenti Kaþólsku kirkjunnar, enda tók kirkjan mið af því sem gerðist innan Gyðingdóms og komst að mjög líkri niðurstöðu varðandi hvaða bækur ættu að vera með og hverjar ekki.

Nú til dags eru Torah, ritin og spámennirnir ásamt Mishna og Gemera (munnleg geymd, talin frá Móses, ásamt skýringum og rabbínískum vangaveltum) talin til trúarrita Gyðinga.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.4.2013 kl. 07:25

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, þú veist nú ekki mikið um Íslam ef þú heldur að Jerúsalem sé ekki nefnd í Kóraninum! Múhammeð taldi sig vera að tala við Guð Gyðinga og Kristinna og hann segir frá því í Kóraninum þegar hann heimsótti Jerúsalem að nóttu til, með dularfullum hætti, og steig þaðan til himna í einn dag. Hann þekkti sem sagt Jerúsalem og vissi að hún var miðpunktur trúarinnar á þann Guð sem hann taldi sig vera að spjalla við. Æ síðan hefur Jerúsalem verið talin með allra heilugustu borgum Íslam, á eftir Mekka að vísu en kannski á vipuðu róli og Medína. Enda er annar merkasti helgidómur Íslam einmitt þar, Al Aqsa moksan.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.4.2013 kl. 07:30

27 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, þú veist mæta vel að Gamla Testamentið inniheldur þær bækur sem gyðingar líta á sem sín trúarrit. Þú ættir líka að vita að þeir sem eru hérna á þessu bloggi eru miklu líklegri til að vita hvað Gamla Testamentið er frekar en að vita hvað "Torah, ritin og spámennirnir" séu og ég er að tala við þá sem eru hérna.  Síðan eru önnur rit eins og Mishna rit sem sumir hópar af gyðingum notast við á meðan aðrir notast ekki við þau.

Varðandi Jerúsalem þá einfaldlega að ég best veit er Jerúsalem ekki nefnd á nafn þó að auðvitað í Íslam þá er þessi trú að Múhameð hafi farið til Jerúsalems og ferðast þaðan til himins en það breytir því ekki að Jerúsalem er ekki nefnd með nafni í Kóraninum, sjá: http://www.danielpipes.org/comments/96121

Mofi, 5.4.2013 kl. 08:34

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, þú virðist skilgreina hlutina út frá kristni og kristinni trúarþörf. Gamla Testamenti Kristinna er valið með hliðsjón af sambærilegu vali rabbína. En það er ekki rétt að segja: "Gamla Testamentið er trúarbók Gyðinga", hins vegar má alveg segja "Nýja Testamentið er ekki ein af trúarbókum Gyðinga".

Trúarrit Gyðinga er Tóra fyrst og fremst. Ef þú vilt fá eitthvað sambærilegt við hugtakið "Biblía" hjá kristnum þá er það "Tóra" hjá Gyðingum. Í rabbínískum (þ.e. nútíma) Gyðingdómi eru ýmsar bækur flokkaðar sem heilagri en aðrar, þar á meðal flestar bækur sem er að finna í Gamla Testamentinu lúterska (en færri t.d. en í Biblíuútgáfum Kaþólskra og Grísku Réttrúnaðarkirkjunnar), en einnig og ekki síður mikilvægar Misnah og Gemera.

Þú leikur sama leikinn varðandi Jerúsalem hjá Múslímum. Nú giska ég á að innan þíns trúfélags sé litið svo á að Jerúsalem og Musterishæðin eigi að heyra undir Gyðinga og að þegar það gerist muni heimsendir vera í nánd. Þetta er alla vega algeng túlkun öfgasinnaðra kristinna hreyfinga. Til þess að ýta undir þetta hafa menn í seinni tíð farið að gera mjög lítið úr tengslum Múslíma til Jerúsalem og að þeir hafi í raun ekkert þar að gera.

Kóraninn er stútfullur af tilvísunum til Jerúsalem, sem gekk undir mörgum mismunandi nöfnum. Þetta hafa Múslímar sjálfir alltaf verið vissir um, sem og Gyðingar og Kristnir.

Gott dæmi er ákvörðun Ísraelsmanna að afhenda Múslímum musterishæðina aftur eftir 6 daga stríðið 1967, ekki síst vegna íhlutunar Yigal Yadin fyrrum hershöfðingja og helsta fornleifafræðings Ísrael. En ísraelska ríkisstjórnin virðist hafa áttað sig á því að krafa Múslíma til musterishæðarinnar var sterkari en krafa Gyðinga.

Auðvitað er núna fullt af vitleysingjum meðal Gyðinga og Kristinna sem vilja að Ísraelsmenn hertaki musterishæðina aftur. Gott dæmi um fyrringu guðstrúar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.4.2013 kl. 09:23

29 Smámynd: Mofi

Brynjólfur
Mofi, þú virðist skilgreina hlutina út frá kristni og kristinni trúarþörf.

Eða að tala það tungumál sem fólkið ég er að tala við er líklegast til að skilja?  Það sem við köllum Gamla Testamentið inniheldur þær bækur sem gyðingar líta á sem sín trúarrit.

Brynjólfur
Þú leikur sama leikinn varðandi Jerúsalem hjá Múslímum. Nú giska ég á að innan þíns trúfélags sé litið svo á að Jerúsalem og Musterishæðin eigi að heyra undir Gyðinga og að þegar það gerist muni heimsendir vera í nánd. Þetta er alla vega algeng túlkun öfgasinnaðra kristinna hreyfinga. Til þess að ýta undir þetta hafa menn í seinni tíð farið að gera mjög lítið úr tengslum Múslíma til Jerúsalem og að þeir hafi í raun ekkert þar að gera.

Nei en gaman að sjá þína fordóma, endilega eitthvað fyrir þig til að hugsa um.

Brynjólfur
Kóraninn er stútfullur af tilvísunum til Jerúsalem, sem gekk undir mörgum mismunandi nöfnum.

Mér er svo sem alveg sama en ég hef bara ekki séð nein gögn sem styðja það.

Brynjólfur
Gott dæmi er ákvörðun Ísraelsmanna að afhenda Múslímum musterishæðina aftur eftir 6 daga stríðið 1967, ekki síst vegna íhlutunar Yigal Yadin fyrrum hershöfðingja og helsta fornleifafræðings Ísrael. En ísraelska ríkisstjórnin virðist hafa áttað sig á því að krafa Múslíma til musterishæðarinnar var sterkari en krafa Gyðinga.

Það er enginn ágreiningur um að Jerúsalem er hluti af trúarsögu múslíma.

Mofi, 5.4.2013 kl. 09:37

30 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 10:35

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, ég vildi nú ekki vera að gera þér upp skoðanir. En þessi "múslímar nefna ekki Jerúsalem" er einmitt ein þeirra röksemda sem ofsatrúarmenn og gyðinglegir þjóðernisfanatíkar á borð við þá sem ég nefndi hafa verið að flagga upp á síðkastið. Og þú vitnar jú einmitt í eina slíka síðu.

Ég las fljótlega yfir greinina sem þar er til umfjöllunar og hún er verulega full af rangfærslum, en eflaust margt rétt í henni líka. Auðvitað trúi ég ekki á söguna um himnaflug Múhameðs, hann kom aldrei til Jerúsalem. En hann vissi af Jersúlem, þekkti mikilvægi hennar fyrir Gyðinga og Kristna og það er vitnað til hennar víða í Kóraninum undir ýmsum nöfnum sem arftakar hans áttu ekki erfitt með að skilja.

Þetta er dáldið eins og að segja að kaþólskt rit nefni ekki Róm ef þar er bara talað um Borgina eilífu, Vatikanið, borgin við Tíber osfrv. Við getum talað talsvert lengi um Reykjavík án þess að nefna hana á nafn.

Íslam er yngst eingyðistrúarbragðanna (ef hægt er að flokka Kristni til slíkra) og miklu lógískari en Kristnin. En kóraninn er hugarflug, í miklu meira mæli en Biblían (sérlega GT) en auðvitað er NT á sama plani og Kóraninn, með þeirri undantekningu að það eru þó meiri líkur á að Múhameð hafi verið til en að Jesú hafi verið til.

En umfjöllunarefni þessa pistils sem við erum að hertaka umræðu við var hvort Sádí Arabar væru að fylgja GT í Sharía lögum sínum. Það er rangt að mínu mati, heimskan og mannvonskan sem birtist á báðum stöðum á sér einfaldlega sameiginlegar rætur.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.4.2013 kl. 11:24

32 Smámynd: Mofi

Mér líkar illa við að vera að uppnefna einhverja hópa "ofsatrúar". Eina sem mér finnst vera gagnrýnisvert á þann veginn eru hópar sem hvetja til ofbeldis og stríðs. Ég sagði ekki "múslímar nefna ekki Jerúsalem" heldur að Kóraninn nefnir ekki Jerúsalem. Þú svo sem staðfestir það en bara vilt meina að þeir vísuðu til hennar með öðrum orðum en það sem ég hef séð virkar mjög hæpið.  Ef einhver talar bara um "borgina eilífu" en aldrei tekið fram að borgin eilífa er Róm þá er auðvitað öllum frjálst að láta sem hvaða borg sem er, sé borgin eilífa.

Ég er auðvitað ósammála þér varðandi að Íslam er lógískari en kristni eða að Nýja Testamentið er á sama plani og Kóraninn; í mínum eyrum hljómar það mjög fjarstæðukennt.  Hver er mannvonskan að sá sem velur að beita einhvern ofbeldi að fyrra bragði að hann finni fyrir því sama og hann veitti öðrum?

Mofi, 5.4.2013 kl. 11:39

33 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

@ 19

"Aðeins einhver sem hefur ekki snefil af þekkingu á Íslam, gyðingdómi og kristni og hefur hvorki lesið Biblíuna eða Kóraninn heldur að um sé að ræða sama Guð."

Sem sagt, þegar gefinn er út nýr leiðbeiningbæklingur um túlkun þessara eingyðistrúarbragða verður sjálfkrafa til nýr guð...

Haraldur Rafn Ingvason, 5.4.2013 kl. 13:14

34 Smámynd: Mofi

Haraldur, þegar einhver ný einstaklingur og byrjar að kenna eitthvað annað en það sem var áður kennt þá er um að ræða eitthvað nýtt; það er ekki hið sama og það sem kom á undan.  Þetta er ekkert einhver "nýr" leiðbeiningabæklingur heldur maður sem segist vera nýr spámaður og byrjar að kenna hluti sem eru í mótsögn við það sem aðrir kenndu. Það getur verið rétt sem hann er að kenna en það er ekki hið sama og þar af leiðandi er það ekki sami Guðinn og er bakvið hina spámennina. Móse og fleiri spámenn vöruðu fólk við að ekki taka á móti spámönnum sem kenna annað en Guð var búinn að opinbera þeim og Múhameð kenndi annað en Móse og spámennirnir.

Mofi, 5.4.2013 kl. 13:32

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guð er ekki á bak við neinn, heldur í sálarljósi allra sem lifa, og horfir í gegnum augun á þeim öllum. Guðsljóss-orkan er órjúfanlegur hluti af heiminum/geimnum, og er lífgjafi alls sem lifir.

Það eru bara ekki allir sem trúa að eini sanni ljós/andans/sálarguðinn, kærleiksríki og algóði er innra með okkur öllum sem lifum, og órjúfanlegur frá alheimsorkunni, en ekki utanaðkomandi stjórnmála-áróðurs-skipaður jarðneskur einstaklingur í ýmsum trúarbragða-myndum misviturra manna.

Því miður hafa margir reynt að rjúfa sambandið á milli sanna ljóssins í hjarta/sál fólks, og sönnu alheimsgóðu ljósorkunnar, með hörmulegum tortímingar-stríðs-afleiðingum, og "guðs"-ótta fólks við "jarðneska guði" valdstjórnar veraldarinnar.

Alheimsgóða orkan er óflokkanleg, og verður alltaf alheims-orka í geimnum, og getur aldrei orðið eign nokkurs mannlegs máttar.

Þetta er mín skoðun, sem er að sjálfsögðu bara rétt fyrir mér. Aðrir hafa sína sýn, trú og skoðanir, og hafa án nokkurs minnsta vafa fullt frelsi til þess. Sama hvað hver segir.

Ég hef bara lesið eina Biblíu, og það er bætiefna-Biblían. Þar er nauðsynlegur fróðleikur um mikilvægi næringarefna, til að halda heilsu.

Það er virkilega nauðsynleg Biblíu-lesning :-)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2013 kl. 20:03

36 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi tengsl múslima við Jerúsalem þá er þar 3ja mikilvægasta moska þeirra, næst á eftir þeim í Mekka og Medína.

Örlítið um táknfræði múslima: Kirkjur kristinna manna eru auðkenndar af krossinum. Hliðstæð honum eru 3 kúlur og efst yfir þeim mánasigðin sem er rammheilagt tákn og í mörgum þjóðfánum meðal þeirra.

Kúlurnar tákna aðalmoskurnar 3 og sigðin er tákn Allah sem vakir yfir öllu eins og máninn á hringsóli sínu.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.4.2013 kl. 11:57

37 identicon

Já Jóhann mér mislíkar margt í boðorðunum 10, þau styðja td við þrælahald og telja konur upp með búpening, sem eign karla... svona til að nefna eitthvað, hver og einn getur lesið þau og séð að þarna er mikill hroði á ferðinni.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 13:40

38 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Viltu benda á einhverjar sérstakar línur í þessum boðrðum sem styður þinn málstað Doctor?

Ekki taka það að ég sé að mæla með boðorðunum, en samt eru þau merkileg vegna þess að lög og þá sérstakjega heggningarlög eru grunnurinn að lögum í flestum löndum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2013 kl. 14:06

39 identicon

DoktorE. Þrælahald og að karlar séu konum æðri er algjört rugl.

Þú þarft að lesa Biblíuna alla og skilja hana sem heild. Guð skapaði karl og konu jöfn og alla menn frjálsa. Það voru síðan mennirnir sem breyttu þessu. Menn verða að gera greinarmun á orðum Guðs og síðan því sem mennirnir gerðu. Þó þetta standi í Biblíunni þá er þetta vegna þess að Guð er að setur orð og lög sín inn í aðstæður sem menn bjuggu til. Svo er dauðarefsing og "auga fyrir auga" andstætt kristni þótt þetta standi í Biblíunni. Þetta féll úr gildi þegar Jesús sagði að aðeins syndlaus maður gæti  dæmt fólk fólk eftir þessu ákvæði og síðan framfylgt dómnum. Málið er að það er ekki til sá maður sem er syndlaus. Menn verða að lesa og skilja Biblíuna sem heild en ekki taka hana úr samhengi. En það er erfitt að koma forhertu fólki um skilning.

Sveinn (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 14:18

40 identicon

The Other Israel - The whole story of the Jewish/Zionist conspiracy 

 http://www.youtube.com/watch?v=vxemZLqhSio&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:50

41 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef ekki lesið boðorðin 10 í mörg ár, en ef ég man rétt að þá er ekkert í þeim sem talar um þrælahald og að karlar séu konum æðri.

En ef þetta er í boðorðunum þá getur þú auðvitað bent á hvaða boðorð það er, þau eru ekki nema 10 svo það ætti að vera auðvelt fyrir þig að benda á hvaða boðorð hrósar þrælahaldi og að karlar séu æðri en konur?

Takk fyrir innlitið Doctor E

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.4.2013 kl. 01:36

42 identicon

"Málið er að það er ekki til sá maður sem er syndlaus."

Þetta er nú meira bullið í þér, Sveinn. Þetta sem þið kristnu kallið synd er óskilgreint hugtak sem hefur enga merkingu, því að guðinn ykkar, Jahve, er ekki til. Þannig að eitthvað sem er brot á lögum veru sem hefur aldrei verið til getur ekki nothæft í neitt nema sem tæki til kúgunar. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að aðeins kristnir menn fari til helvítis, því að við hin trúum ekki á það. sbr. teikninguna af Eskimóanum sem talar við heimska prestinn hér að ofan. Ekki einu sinni Jesús trúði á helvíti eða djöfulinn.

Pétur (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 20:28

43 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi hatrið sem mönnum er tíðrætt um þá verða menn að gera greinarmun á Fólki og andúð sína á siðum þess og trúarbrögðum.Hlutgering heitir það þegar menn fara að blanda þessu tvennu saman.Gyðingar(fólkið) er gott fólk og eins fólk sem er múhameðstrúar(það eru að sjálfsögðu til illþýði hjá báðum) en trúarbrögðin og siðirnir geta hinsvegar verið vafasamir svo ég taki hóflega til orða.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.4.2013 kl. 07:46

44 Smámynd: Mofi

Pétur
Þetta er nú meira bullið í þér, Sveinn. Þetta sem þið kristnu kallið synd er óskilgreint hugtak sem hefur enga merkingu, því að guðinn ykkar, Jahve, er ekki til

Nei, það er frekar vel skilgreint hugtak, synd er lögmálsbrot ( 1. Jóhannesarbréf 3:4 ). Atriði eins og ljúga, stela, myrða, drýgja hór og þess háttar.

Pétur
Ekki einu sinni Jesús trúði á helvíti eða djöfulinn.

Sannleikurinn um helvíti

Mofi, 11.4.2013 kl. 08:06

45 Smámynd: Mofi

Varðandi eskimóan, hann er með samvisku sem dugar til að segja honum muninn á réttu og röngu í grundvallar atriðum, atriði eins og hata, stela, ljúga og myrða. Hann er síðan með augu sem duga til þess að vita að það er til skapari.  Þetta tvennt dugar til að hann glatist, ef hann leitar ekki til skaparans í iðrun vegna hins illa sem hann hefur gert þá bíður hans glötun. Ég vona samt auðvitað að sem flestir af þeim sem heyrðu aldrei góðu fréttirnar eða fagnaðarerindið munu öðlast eilíft líf.

Mofi, 11.4.2013 kl. 08:18

46 identicon

Æi, Mofi, þetta video sem kallar sig Sannleikurinn um helvíti ætti frekar að heita Ruglið um helvíti. Það sem kemur fram í videóinu er svo rangt á svo mörgum stigum, að það er efni í heila ritgerð. Einnig er allt það sem þú skrifar í athugasemd #45 tómt rugl. Ég mun skrifa meira varðandi allt þetta síðar í kvöld þegar ég hef lokið vinnu.

Ath. að ég undirrita mig nú Pétur D. þar eð annar Pétur skrifar stundum athugasemdir á moggablogginu.

Pétur D. (áður Pétur) (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 21:29

47 identicon

Byrjum með videóið The Truth About Hell: Í fyrsta lagi er undireins gert ráð fyrir að það sé til guð. Tilvist guðs er mjög mikið álitamál, sérstaklega er tilvist guðs sem er að fylgjast með mannfólkinu, verðlauna því og refsa alls ekki sannreynt. Ekki nóg með það, heldur eru ekki einu sinni vísbendingar um að þannig guð hafi nokkurn tíma verið til, enda algerlega út í hött. Ef við gerum ráð fyrir að þessi alheimur hafi orðið til fyrir 13.7 milljörðum ára og síðan þróazt þannig að sólkerfið okkar varð til fyrir 4.6 milljörðum ára og byrjun lífs fyrir 3.5 - 3.8 milljörðum ára sem síðan þróaðist, og að einhver vera hafi orsakað það ferli sem síðan leiddi til Miklahvells, þá er auðvitað hægt að kalla þessa veru(r) guð(i). En þá er alveg ljóst, að þannig "guð" hefur vegna stærðarmunar hvorki möguleika á né áhuga á að fylgjast með, enda gersamlega óvitandi um tilvist mannkynsins.

Jú, segja bókstafstrúarmenn, hann getur það því að hann er almáttugur og alls staðar (omnipotent and omnipresent) sem stríðir gegn öllum náttúrulögmálum. Til er frægt heimspekilegt paradox, sem er á þá leið, að ef guð er almáttugur, getur hann þá skapað stein sem er svo stór, að hann geti ekki lyft honum? Fyrir allt skynsamt og hugsandi fólk er lausnin á þessari þversögn að enginn geti verið almáttugur. En bókstafstrúarmenn, sem aldrei hafa látið staðreyndir eða rökfestu trufla sig, hugsa: Já, guð er almáttugur svo að hann getur auðveldlega skapað svo stóran stein að hann gæti ekki lyft honum, en samt getur hann lyft honum, því að hann er almáttugur (hringlógík, sem heldur ekki vatni). Þetta leiðir til seinni athugasemdar minnar um videóið The Truth About Hell:

Sett er fram augljós þversögn: Ef guð er góður og kærleikur, hvernig getur hann þá dæmt manneskjur til að brenna í helvíti? Síðan eru settir fram tveir möguleikar: Annað hvort er guð ekki góður, eða þá er enginn sendur í helvítiselda fyrir sínar syndir (óskilgreint hugtak). So far so good, góður punktur til rökræðna, þar sem fyrir allt skynsamt og hugsandi fólk er sennilegasta lausnin sú, að hvorki guð né helvíti séu til. En hvaða niðurstöðu er komizt að í þessu vídeói? Engri, því að í staðinn fyrir aðkoma með ásættanlegt svar, er farið út í útúrsnúninga, vífillengjur og alls konar tilvitnanir í sögupersónur úr GT og NT, sem eru að mestan hluta til skáldsögur. Til hvers? Jú, til að forðast það að taka afstöðu. Þegar myndskeiðið er búið er ætlunin að áhorfandinn (sérstaklega ef hann/hún tilheyrir ekki skynsömu og hugsandi fólki) að guð sé góður og guð sé kærleikur, en það þýði alls ekki að hann megi ekki kvelja fólk (líka eskimóa) til dauða. Því að þetta eru syndarar. Það er áhugavert að ræðumaðurinn (narrator) eyðir tíma í að útskýra, að þeir sem guð í kærleika sínum og góðsemd sendir til helvítis til að brenna upp, geri einmitt það, fólkið brennur til dauða á nokkrum mínútum, en kvelst ekki í logunum til eilífðar, þar eð ekkert efni getur brunnið til eilífðarnóns. Duh. Þess vegna er guð góður, hann drepur fólk, sem ekkert hefur unnið sér til saka annað en að vera skynsamt og hugsandi verur, á örskömmum tíma í staðinn fyrir yfir lengri tíma. Við vitum öll, hvar prestarnir á miðöldum fengu hugmyndir sínar um að brenna til dauða saklausa menn og konur: Frá Jahve, því að hann er grillmeistarinn mikli, skv. bókstafstrúarfólki (sama hvort um sé að ræða Votta Jehóva, Hvítasunnusöfnuðinn, þýzka kalvínista eða norska evangelista.

Örlög Sódóma og Gomorra (sem kemur fyrir í myndskeiðinu) er kafli út af fyrir sig og vík ég að því síðar í dag eða morgun með öðrum atriðum sem heldur ekki er rétt í GT skv. Vatikaninu.

Mofi: Varðandi athugasemd þína #45, þá lýsir hún svo mikilli sjálfsupphefð, fáfræði og hroka gagnvart öllum sem ekki eru sömu skoðunar og þú, að maður fer að halda að eitthvað alvarlegt hafi hent þig í æsku. Eitthvað hlýtur að geta útskýrt það hatur, óbilgirni og umburðarleysi gagnvart öðrum sem þú ert haldinn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 15:35

48 Smámynd: Mofi

Pétur
Byrjum með videóið The Truth About Hell: Í fyrsta lagi er undireins gert ráð fyrir að það sé til guð. Tilvist guðs er mjög mikið álitamál, sérstaklega er tilvist guðs sem er að fylgjast með mannfólkinu, verðlauna því og refsa alls ekki sannreynt. Ekki nóg með það, heldur eru ekki einu sinni vísbendingar um að þannig guð hafi nokkurn tíma verið til, enda algerlega út í hött

Væri væri að rökræða þetta myndband við færsluna þar sem ég bendi á það, en hvað með það.

Þar sem nokkurn veginn allt mannkyn hefur trúað á Guð frá örófi alda þá er þessi fullyrðing þín frekar út í bláinn. Lýsir bara þinni persónulegu skoðun sem er í algjörum meirihluta, líka í dag.  Ég get alveg skilið þá sem efast um tilvist Guðs en að tala svona eins og þú gerir er bara kjánalegt.

Pétur
Jú, segja bókstafstrúarmenn, hann getur það því að hann er almáttugur og alls staðar (omnipotent and omnipresent) sem stríðir gegn öllum náttúrulögmálum.

Þar sem að flest allir sem lögðu grunninn að okkar skilningi að náttúrulögmálunum voru sköpunarsinnar sem trúðu Biblíunni þá virkar þessi athugasemd virkilega úr takti við mannkynssöguna.  Meira að segja þá einmitt sáu menn ástæðu til að búast við reglulegum lögmálum vegna þess að skaparinn er reglulegur og bjóst við að við gætum skilið þau vegna þess að við erum gerð í ímynd Guðs.

Ég veit ekki af hverju eiginlega það að vera almáttugur og alls staðar stríðir gegn einhverjum náttúrulögmálum og síðan þá er Guð yfirnáttúrulegur, í þeim skilningi að Hann ræður yfir þessum lögmálum svo þessi fullyrðing er rökleysa.

Pétur
Til er frægt heimspekilegt paradox, sem er á þá leið, að ef guð er almáttugur, getur hann þá skapað stein sem er svo stór, að hann geti ekki lyft honum? Fyrir allt skynsamt og hugsandi fólk er lausnin á þessari þversögn að enginn geti verið almáttugur. En bókstafstrúarmenn, sem aldrei hafa látið staðreyndir eða rökfestu trufla sig, hugsa: Já, guð er almáttugur svo að hann getur auðveldlega skapað svo stóran stein að hann gæti ekki lyft honum, en samt getur hann lyft honum, því að hann er almáttugur (hringlógík, sem heldur ekki vatni).

Þetta er heimskulegt paradox.  Þetta er eins og að spyrja getur Guð verið almáttugur og ekki almáttugur á sama tíma. Þetta er bara bull. Spurningin er í rauninni þessi, getur Guð gert rökleysur eins og búið til hring sem er ferningur á sama tíma. Ef að Guð á að geta gert rökleysur þá getur Guð bara búið til stein sem er svo þungur að enginn getur lyft honum og svo lyft honum. Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu þar sem beiðnin sjálf var rugl.

Ég er kannski ekki að útskýra þetta nógu vel svo ef þetta sannfærði þig ekki þá horfðu  á þetta áður en þú svarar mér, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=SollOmnQFoo

Pétur
 fyrir sínar syndir (óskilgreint hugtak).

Synd er lögmálsbrot 1. Jóhannesarbréf 3:4, atriði eins og ljúga, stela, myrða svo dæmi séu tekin.

Pétur
En hvaða niðurstöðu er komizt að í þessu vídeói? Engri, því að í staðinn fyrir aðkoma með ásættanlegt svar, er farið út í útúrsnúninga, vífillengjur og alls konar tilvitnanir í sögupersónur úr GT og NT, sem eru að mestan hluta til skáldsögur. Til hvers? Jú, til að forðast það að taka afstöðu

Jú, auðvitað er þarna komist að niðurstöðu. Guð er réttlátur, Hann lætur ekki morðingja og nauðgara sleppa án þess að fá refsingu. Refsingin aftur á móti er í samræmi við glæpinn og þess vegna eru eilífar kvalir í helvíti ekki rökrétt og það er eitt af því sem bent er á í myndbandinu varðandi hvað er rangt við hugmyndina um helvíti.

Pétur
Þess vegna er guð góður, hann drepur fólk, sem ekkert hefur unnið sér til saka annað en að vera skynsamt og hugsandi verur, á örskömmum tíma í staðinn fyrir yfir lengri tíma.

Nei, fyrir syndir, atriði eins og ljúga, stela, myrða og svo framvegis. Guð er síðan aðalega að virða þeirra val um að vilja ekki samfélag við Hann.

Pétur
Við vitum öll, hvar prestarnir á miðöldum fengu hugmyndir sínar um að brenna til dauða saklausa menn og konur: Frá Jahve, því að hann er grillmeistarinn mikli, skv. bókstafstrúarfólki (sama hvort um sé að ræða Votta Jehóva, Hvítasunnusöfnuðinn, þýzka kalvínista eða norska evangelista.

Þeir voru ekki að fara eftir leiðbeiningum Guðs.

Pétur
Mofi: Varðandi athugasemd þína #45, þá lýsir hún svo mikilli sjálfsupphefð, fáfræði og hroka gagnvart öllum sem ekki eru sömu skoðunar og þú, að maður fer að halda að eitthvað alvarlegt hafi hent þig í æsku. Eitthvað hlýtur að geta útskýrt það hatur, óbilgirni og umburðarleysi gagnvart öðrum sem þú ert haldinn.

Getur þú útskýrt hvað í #45 sem þú ert ósáttur við og af hverju?

Mofi, 13.4.2013 kl. 22:53

49 identicon

Varðandi #45:

"Hann er síðan með augu sem duga til þess að vita að það er til skapari."

Rangt. Vegna þess að eskimóinn hefur talsvert hærri greindarvísitölu (a.m.k. 100) og er viturri en bókstafstrúarmenn, þá sér hann náttúruna, náttúruöflin og þróun tegundana. Hann sér, að það eru bæði rostungar, útselir, blöðruselir og landselir sem hafa þróazt frá sameiginlegum forvera yfir milljónir ára. Hann veit líka að hann sjálfur hefur þróazt frá æðri prímötum og dýrategundir hafa hvorki verið skapaðar né hannaðar.

"Þetta tvennt dugar til að hann glatist, ef hann leitar ekki til skaparans í iðrun vegna hins illa sem hann hefur gert þá bíður hans glötun."

Rangt. Þetta lýsir óþolandi hroka af þinni hálfu og jafnast á við kúltúrfasismann sem hvítir kynstofninn hefur beitt aðra gegnum aldirnar. Hvers vegna í ósköpunum ætti eskimóinn að leita til ímyndaðs guðs þíns (Jahve) og iðrast? Ef hann hefur eitthvað að iðrast yfir, þá er það einungis mál milli hans og þeirra manna sem það varðar. Og varðandi það að fremja glæp, skaltu athuga að það er ekki glæpur að drýgja hór (hvernig sem það nú er skilgreint) eða að ljúga. Þjófnaður og morð er brot á hegningarlögum og kemur það þá í hlut dómstóla að refsa honum og kemur þínum ímyndaða guði, Jahve, ekkert við. Né þér. Ef eskimóinn vill trúa á einhvern skapara  þá velur hann sér bara einhvern eða eitthvað að trúa á. Skiptir engu máli hvað það er, það er hvort eð er ímyndun. Í öllu falli þá er það hans eigið mál. Trú er persónulegt mál og það hefur enginn leyfi til að fyrirlíta aðra bara af því að þeir hafa aðra trú en þeir sjálfir.

En það er dæmigert að aðventistar/vottar Jehóva eins og þú, Mofi, þykjast yfir alla aðra hafnir og eru alls staðar að spýja galli yfir aðra með fordómum og vandlætingu. Jafnvel þótt að boðskapurinn sem þið komið með er argasta bull og þvættingur.  En fyrst við erum komnir út í þessa sálma, þá skal ég segja þér nokkrar staðreyndir:

1. Það er ekki til neinn yfirnáttúrulegur skapari/guð. Það er hrein ímyndun.

2. Jesús frelsaði engan, enda var hann bara venjulegur maður. Það er hrein ímyndun.

3. Það er ekkert líf eftir dauðann. Það er hrein ímyndun.

4. Guð skrifaði ekki rit biblíunnar. Það er hrein ímyndun.

Tyggðu á þessu meðan ég fæ mér kvöldmat.

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 18:00

50 Smámynd: Mofi

Pétur
Rangt. Vegna þess að eskimóinn hefur talsvert hærri greindarvísitölu (a.m.k. 100) og er viturri en bókstafstrúarmenn, þá sér hann náttúruna, náttúruöflin og þróun tegundana. Hann sér, að það eru bæði rostungar, útselir, blöðruselir og landselir sem hafa þróazt frá sameiginlegum forvera yfir milljónir ára. Hann veit líka að hann sjálfur hefur þróazt frá æðri prímötum og dýrategundir hafa hvorki verið skapaðar né hannaðar.

Þar sem það er aðeins síðustu hundrað ár þar sem þessi hugmynd hefur fengið einhvern hljómgrunn þá er augljóst að þú ert hérna bara að bulla eitthvað.

Pétur
Rangt. Þetta lýsir óþolandi hroka af þinni hálfu og jafnast á við kúltúrfasismann sem hvítir kynstofninn hefur beitt aðra gegnum aldirnar. Hvers vegna í ósköpunum ætti eskimóinn að leita til ímyndaðs guðs þíns (Jahve) og iðrast?

Nei, skaparans...

Annars er greinilegt að það er ekkert við þig talandi svo ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta.

Mofi, 14.4.2013 kl. 21:46

51 identicon

Þú ert sem sagt orðinn rökþrota. Þú veizt að ég hef rétt fyrir mér.

Og þótt þróunarkenningin hafi ekki fengið almenna viðurkenningu fyrr en fyrir rúmum 100 árum (og er í dag viðtekin sem staðreynd í vísindasamfélaginu), heldur þú virkilega, að almennt hugsandi fólk (líka eskimóar) hafi ekki getað séð líkindin milli tegundanna og síðan lagt saman tvo og tvo? Heldurðu að allir hafi verið að bíða eftir að On The Origin Of The Species var gefin út?

Ef einhver skapari hefði skapað/hannað allar tegundir eins og þær eru þann dag í dag, heldurðu að það væri svona mikil fjölbreytni, svo margar tegundir sem eru augljóslega náskyldar? Nei.

Ef einhver skapari hefði skapað/hannað allar tegundir eins og þær eru þann dag í dag, heldurðu að þá væru til bjánaleg dýr og dýr sem ekki þjóna neinum tilgangi? Nei.

Þetta er aðeins hægt að skýra með þróunarkenningunni. Lífið og þar með þróun lífsins hefur engan æðri tilgang. Þróun villtra tegunda stjórnast ekki af neinu æðra valdi, einungis af náttúruvali (natural selection), allavega var það þannig áður en maðurinn fór að skipta sér af.

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 44635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband