3.2.2013 | 20:19
Er Steingrímur J. kanski góður pókerspilari.......
Ég held að þetta sé fyrsti jákvæði pistillinn minn og athugasemd sem er jákvæð um gjörðir Steingríms Jóhanns Sigfússonar (SJS).
Skotar, norðmenn, írar og ESB (SNÍES) hafa alltaf verið að tala um rányrkju íslendinga á markrílstofninum. Nú hefur Alþjóða hafránsóknarráðið ICES gefið út að til að stoppa þessa rányrkju þá verður kvótinn að minka um 15% á þessu ári.
ICES er stofnunin sem SNÍES eru alltaf að nota sem heimild um rányrkju markrílsins. Ef Þessir SNÍES fara ekki eftir því sem ICES boðar, þá hafa þeir gert þessa stofnun ICES að ómerkri stofnun.
SJS hefur ákveðið að fara eftir lækkun markríl kvóta um 15% eins og ICES hefur boðað og þar með verið gefið the ace in the hole, so to speak.
Hvað gera SNÍES lækka kvótan eða fara ekkert eftir kvóta lækkunar boði ICES um 15%?
Ef þeir lækka ekki markríl kvóta sinn um 15% þá eru þeir þar með búnir að lýsa því yfir að ICES er ómerkileg stofnun sem er ekkert mark takandi á.
Á næsta kvótafundi Íslands og SNÍES og komi einhver vísbending frá þessum SNÍES löndum um að ICES hafi komist að þessari niðustöðu að um rányrkju markrílsins sé ræða, þá getur SJS notað ásinn í holuni, og bent á að þessi SNÍES lönd noti ICES ransóknir þegar þeim hentar en fara ekkert eftir ICES þegar það hentar þeim ekki eins og t.d. þegar ICES benti á að lækkun markrílskvótans um 15% væri nauðsynleg.
Góð spilamenska ef þetta er ástæðan fyrir kvótalækkun SJS um 15%?
Kveðja frá Las Vegas
Makrílkvótinn 15% minni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.