Hetja eða svikari?

Ekki ættla ég að dæma um það hvort Snowden er hetja eða svikari, til þess hef ég ekki nógu mikla þekkingu á hvað hann hefur gert.

Eitt vitum við að Snowden hefur brotið lög og reglur og verður þess vegna sóttur til saka. En hversu alvarlegt er brotið er vitum við ekki. Hvaða upplýsingar hann hefur gefið öðrum ríkjum t.d. Kína og Rússlandi?

En gagnasöfnun símtala og tölvupósta Gestapó (FBI), Stassi (CIA) og KGB (NSA) höfum við vitað um sýðan George W kom á the Patriot Act sem gaf leifi til að safna síma og tövupóstagögnum erlendra síma og tölvugagnasöfnun. Þannig að það var ekkert nýtt í þeim málaflokki.

Hitt er svo alveg nýtt og kanski ólöglegt að Gestapó (FBI), Stassi (CIA) og KGB (NSA) eru farnir að safna síma og tölvupóstagögnum um alla. Þetta er eitthvað sem Obama hefur sett í framkvæmd án þess að fá þing BNA til að koma á lögum til að leifa slíkar síma og tölvupóstagagnasöfnun.

Af hverju var ekki gerð lög um síma og tölvupóstagagnasöfnun áður en að það var gert? Sennilega af því að það er brot á stjórnarskrá að safna slíkum gögnum um ríkisborgara BNA og þess vegna var þetta gert á laun til að sniðganga kerfið.

Ég er á því að Snowden er hetja; ef þetta er það eina sem hann hefur gefið upplýsingar um að síma og tölvugagnasöfnun fari  fram um ríkisborgara BNA og ef það er rétt, þá verður hann sýknaður fyrir dómi.

En ef Snowden hefur gefið eitthvað meiri og viðkvæmari upplýsingar um starfsemi Gestapo (FBI), Stassi (CIA) og KGB (NSA) til annara ríkja, þá verður Snowden dæmdur. 

Kveðja frá Houston 


mbl.is Myndi snúa til Bandaríkjanna með skilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband