Mikið var að beljan bar.....

Ég var farinn að halda að fjármálavandamál heimilana hefðu algjörlega gleymst, eða að Ríkisstjórnin héldi að það lægi ekkert á því að fara gera hlutina.

Jú ef menn muna þá var þetta eitt af heitustu kosningarloforðum beggja stjórnarflokkana, en svo virðist að það liggi ekkert á þessu núna?

En eins og málshátturinn segir "batnadi mönnum er bezt að lifa."

Ríkisstjórn verið velkomin í raunveruleikan og brettið ermar upp á olboga og gangið frá þessu vandamáli. Það eru heimili sem fara í rúst á hverjum degi.

Kveðja frá Houston. 

 


mbl.is Tillaga um skuldavanda samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og geri tillögur þar að lútandi. Tillögur liggi fyrir í nóvember 2013.

Ábyrgð: Forsætisráðherra og ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna.

2. Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána. Tillögur að mögulegum útfærslum liggi fyrir í nóvember 2013.

Ábyrgð: Forsætisráðherra.

3. Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.

Ábyrgð: Innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.

4. Skipuð verði verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Tillögur liggi fyrir í upphafi árs 2014.

Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra.

5. Lögfest verði flýtimeðferð dómsmála sem tengjast skuldavanda heimilanna og varða ágreining um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu. Frumvarp lagt fram á sumarþingi 2013.

Ábyrgð: Innanríkisráðherra.

6. Settur verði á fót sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum. Tillögur og tímasett áætlun liggi fyrir í lok árs 2013.

Ábyrgð: Forsætisráðherra.

7. Kannað verði hvernig eignalausum einstaklingum verði gert kleift að greiða kostnað vegna gjaldþrotaskipta á búi sínu. Tillögur liggi fyrir í september 2013.

Ábyrgð: Félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.

8. Sérfræðingahópur meti möguleika á því að leggja gjald á fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikningi lána. Tillögur liggi fyrir í ágúst 2013.

Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.

9. Stimpilgjöld af lánsskjölum verði endurskoðuð og stefnt að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á húsnæði til eigin nota. Frumvarp verði lagt fram á haustþingi 2013.

Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðherra.

10. Hagstofa Íslands fái skýrar heimildir til að afla upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Frumvarp verði lagt fram á sumarþingi 2013.

Ábyrgð: Forsætisráðherra.

Ufsi (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:20

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki lýst mér vel á lið 10.

Ef um er að ræða fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð eða leiðréttingu, þá er liður 10 sjáfsagt í lagi, en ekki að leifa Hagstofu að grúska í fjármálum allra landsmanna.

Þakka innlitið og upplýsingarnar Ufsi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ekki að leifa Hagstofu að grúska í fjármálum allra landsmanna

Eins og hún geri það ekki nú þegar?

Þú áttar þig vonandi á því að eina viðbótin sem þetta felur í sér eru þær skuldir og eignir í bankakerfinu sem þú hefur ekki talið fram til skatts.

Þú taldir þær allar fram til skatts hvort eð er, var það ekki annars örugglega... ? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 22:47

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættla að vona að Skattstjóraumdæmið og Hagstofan séu tvö mismunandi stofnanir.

Það sem Ríkisskattstofan veit um um mig á ekki endilega að vera að Hagstofan viti það líka.

Í það minsta í því bananalýðveldi sem ég skila inn skattskýrslu BNA, þá er það sem fer á papír, so to speak, algjört trúnaðarmál milli mín og skattstofunar (IRS).

Hvað ég skulda eða ekki skulda er á skattskýrslum og það er trúnaðarmál milli mín og IRS. En það eru einkafyrirtæki sem selja upplýsingar um mig og aðra, en er auðvita ekki 100% rétt, en nokkuð nálægt því sem mín staða er.

Ef að þú Guðmundur Ásgeirsson getur ekki séð muninn á þeim upplýsinum sem Ríkiskattur hefur og því sem Hagstofan hefur, þá verð ég að segja; nú er ég hissa.

Hver heldur þú til dæmis að sé stoðin fyrir fiskveiðiskatta frumvarpinu?

Aðal stoðin er að Ríkiskattur getur ekki gefið upplýsingar til Hagstofu og þess vegna getur núverandi reglugerð ekki virkað. Þetta voru mistök í gjörðum fyrrverandi Ríkisstjórnar.

Ef Hagstofan er að grúzka í málum allra landsmanna þá á að setja lög til að takmarka það, af því að Hagstofa hefur ekkert að gera með að vita hversu oft ég fer á klósettið.

En svona þér að segja að þá eru upplýsingar Hagstofu ekk alltaf 100% t.d. ég átti heima í Þýskalandi í 1 ár og svo flutti ég til BNA, 20 árum seina var ég ennþá skráður í Þýskalandi þó svo að ég hafi sett inn breytingu á hverju ári.

Góða helgi Guðmundur og ekki að hætta að berjast fyrir afnámi verðtryggingar og takk fyrir innlitið.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 30.6.2013 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband