20.7.2013 | 12:37
Airbusmenn kokhraustir
Það er auðvelt að sparka í liggjandi mann, so to speak og svipað má segja um B 787 flugvélina sem ætti að leggja og ætti aldrei að fljúga.
En Airbusmenn tala ekki um vandamál sem þeirra flugvélar hafa haft, til að nefna eitthvað þá kölluðu fluvirkjar ástralskaflugfélagsins Qantas Airbus 380 flugvélina, Airbus 180 af því að flugvélin þurfti að snúa við svo oft við og koma aftur á hlið vegna bilunar,
Ekki man ég eftir að Boeingmenn hafi gefið út einhverjar yfirlýsingar um hversu óáreiðanleg A380 var og er.
Það er nú svo að hafa sölufrasa fyrir sinni vöru að andstæðingurinn sé með lélega vöru, en ekki hvesu góð varan í raun og veru er, þykir ekki góð auglýsing.
Kveðja frá Dubai.
Segir Dreamliner ekki vera áreiðanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi frekar fljúga með Dreamliner heldur en einhverri af þeim 1000 Airbus 330 sem hafa verið framleiddar.
"Any day"
Hef einu sinni flogið með Airbus. Skildi þá af hverju Franskir bílar eru einsog þeir eru.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 14:53
Ég get nú ekki sagt neitt illt um A330 og hef ég oft verið farþegi um borð í þeirri flugvél, en kanski hefur þú slæma reinslu og ekki ættla ég að fara að deila um það.
En B787 mundi ég ekki fara um borð í og þaðan af síður fljúga með. Það þarf miklar breitingar að koma B787 í sæmilegt flughæfi, þess vegna ætti að leggja B787 og byrja upp á nýtt og nota reinsluna það sem ekki for vel til að forðast sömu útkomu.
Hvað sagði Edison í hvert skipti sem að ljósaperan hans virkaði ekki, eitthavð á þessa leið "nú veit ég að þetta virkar ekki.
Þakka innlitið Birgir.
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 15:05
Vil nú taka fram að ég hef ekkert vit á þessu, en maður verður verulega hugsi um, hverju á að trúa:
Fly-By-Wire undir Fire, Flight International Febrúar 1989, þessu var gaukað að mér.
No aeroplane can be safe if it control surfaces can be moved only under computer control. Þetta var álit mjög reynds USA flugstjóra og flugvéla verkfræðings,ég segi nú bara fyrir mig maður verður að trúa þessu, og hefur ekki Airbus vinningin þarna,það þarf náttúrlega að vera hægt að slá út þessum tölvum og handfljúga vélunum.
Það hefði efalítið verið hægt að bjarga miklu, ef það hefði verið hægt á Airbus A330 frá Air France sem fór í Atlandshafið.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2013 kl. 17:23
Það er til myndband sem var gert um A330 slysið hjá Air France sem er sett saman af upplýsingum sem fengist hafa um það sem gerðist og atburðurinn setur á svið af sérfræðingum.
Það var ekki bara ein factor sem spilaði inn í það heldur var það eftirfarandi í lausum dráttum sem hafði áhrif á það sem gerðist:
1. Veður
2. Hlutur í flugvélini sem bilaði.
3. Vanþekking og ekki nógu vel þjálfaðir flugmenn.
Það tæki alltof mikinn tíma að skrifa um þetta, en samkvæmt því sem gert hefur verið í flughermi, þá hefðu flugmennirnir átt að geta komið í veg fyrir slysið.
Ég bendi þér á Halldór að reina að komast yfir þetta myndband, sennilega hægt að finna það á netinu og ég held að þú komir til með að sjá að ekki er hægt að setja sökina algjörlega á flugvélina.
Það eru allar flugvélar í dag sem eru komnar með high teck fly by wire og er ekki bara í Airbus flugvélum. En ekki það að ég sé neinn forsvarsmaður fyrir Airbus flugvélar nema síður sé, en mér finst að það rétta ætti að koma fram, en ekki getgátur blaðamanna.
Þakka innlitið Halldór.
Kveðja frá Dubai.
Jóhann Kristinsson, 20.7.2013 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.