22.8.2013 | 19:49
Kosningar hafa afleiðingar.
Er Kristján L. Möller að byrja í pólitík í dag eða gær?
Það væri eitthvað skrítið ef (F) og (D) mundi halda áfram stefnu (S) og (VG), misheppnaða stefnu (S) og (VG).
Kosningar eru til að gefa samþykki fyrir stefnu Ríkisstjórnar eða eins og gerðist í kosningunum í apríl hafna stefnu Ríkisstjórnarinar og fella stjórnina og koma öðru fólki í Ríkisstjórn sem var gert.
Gunnar Bragi er að fara eftir stefnu nýrrar Ríkisstjórnar og það sem kemur Kristjáni L. Möller kanski að óvart að (F) og (S) eru að framkvæma það sem þeir lofuðu í kosningunum.
Þvílík vitleisa, stjórnmálamenn eru að efna kosningarloforð, þessu er Kristján L. Möller ekki vanur enda er (S) ekki þekkt fyrir að efna kosningarloforð.
Hvernig væri að (S) mundi skipta um nafn og nota Svikaflokkurinn (S) gæti staðið vel fyrir það nafn.
Kveðja frá Las Vegas.
Telur álitið grafa undan stöðu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem frekar er skrítið er ef ráðherrar geta hundsað skipanir Alþingis þegar þeir hafa fundið einhvern lögfræðing sem er til í að segja það ok. Að pólitísk stefna flokka og kosningaloforð séu rétthærri en það sem Alþingi hefur ákveðið. Að Alþingi þurfi nú að fara að setja allt í lög svo ráðherrar taki mark á því.
Það er bara eitt Alþingi. Sama Alþingi núna og var í fyrra. Það sem Alþingi ályktar ætti ekki að verða ómarktækt þó nafnalisti þingmanna breytist. Enda ástæðulaust að hundsa ákvarðanir Alþingis þegar Alþingi getur auðveldlega breytt þeim á nokkrum mínútum. Eina ástæðan fyrir lögfræðiálitinu er að ráðherra telur sig ekki hafa þann stuðning á Alþingi sem þarf til að breyta fyrri ákvörðun Alþingis. Það er megn skítalykt af þessu.
Ufsi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 12:56
Misheppnuð stefna fyrrverandi Ríkisstjóranr er ekki hægt að þvinga upp á nýja Ríkisstjórn nema að það sé orðið að lögum
Það kæmi mér mjög að óvart ef það væri ekki þingmeirihluti fyrir ályktun um að stöðva ESB ferilin, enda fengu (F) og (D) þingmeirihluta vegna stefnu flokkana í ESB ferlinu.
Frá Landsfundi (D) kom eftirfarandi:
Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.
Munurinn á núverandi stjórnaflokkum og fyrrverandi stjórnarflokkum að þeir ættla að standa við kosningarloforðin, sem auðvitað var ekki gert af fyrrverandi stjórnarflokkum, þess vegna hrundi fylgi þeirra í kosningunum í apríl.
Þakka innlitið Ufsi.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 13:33
"Misheppnuð stefna fyrrverandi Ríkisstjóranr er ekki hægt að þvinga upp á nýja Ríkisstjórn nema að það sé orðið að lögum" það er rétt svo langt sem það nær. En við erum ekki að ræða stefnu flokka. Við erum að ræða stefnu Alþingis. Á því er munur.
Auk þess sem það voru þingmenn úr nær öllum flokkum, ekki bara ríkisstjórnarflokkunum, sem settu þessa stefnu Alþingis. Og eðlilegast er að leitað sé til Alþingis frekar en lögfræðinga ef vilji er fyrir hendi að breyta þeirri stefnu.
Annars er þetta svipað og umræðan um klæðnað þingmanna. Þó engar reglur banni gallabuxur og hlýrabol í þingsal þá þykir það óvirðing við Alþingi. Eins er þetta bara óvirðing við Alþingi þegar ekkert er auðveldara en að leita beint til Alþingis.
Og til gamans gullkorn úr Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013.:..."Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan - þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu."
Ufsi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 14:33
Þetta er ekki rétt hjá þér Ufsi lestu athugasemd #2 hægt og rólega og það er hvergi í Stefnuskrá (D) að þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðisgreiðslu á kjörtímabilinu.
Þetta hlýtur að vera eitthvað sem Árni Páll hefur verið að segja og þú trúir þvi. En svona þér að segja þá er Stefnuskrá (D) um ESB og kosningar hér fyrir neðan orðrétt:
Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvergi í þessu er talað um kosningar um ESB á kjörtímabilinu.
Nenni ekki að rífast um hvað Ályktun á Alþingis stendur fyrir, ég held að þú vitir það sjálfur en ert að hlusta á útburðarvæl (S) og littla (s).
Þakka innlitið Ufsi.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 15:18
Copy/paste beint úr "Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013": "...- þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu." http://www.xd.is/media/kosningar-2013/XD-stefnuskra.pdf
Þú talar mikið um að efndir kosningaloforða. Landsfundarályktanir eru ekki kosningaloforð en Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins 2013 sem kom í öll hús fyrir kosningarnar í vor eru kosningaloforðin.
Ufsi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 15:33
Það er nú svo Ufsi að Yfirlýsing Landsfundar er það sem flokkurinn vinnur eftir, annars er hann eins og stýrislaus kæna út í ballarhafi, samber Vinstri Grænir á síðasta kjörtímabili.
Þakka innlitið Ufsi.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 15:40
Ályktun Landsfundar er varla marktækari en ályktun Alþingis. Og augljóst á Stefnuskránni að ekki er tekið mikið mark á ályktun Landsfundar, enda bara ályktun.
"Munurinn á núverandi stjórnaflokkum og fyrrverandi stjórnarflokkum að þeir ættla að standa við kosningarloforðin"... ég mæti þá í ESB þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu. :)
Fyrirgefðu hvað ég get verið leiðinlegur. Nú er ég hættur.
Ufsi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 16:02
Nei nei Ufsi þú ert ekkert leiðinlegur, við lítum á Stefnuskrá og Yfirlýsingu Landsfundar frá mismunandi sjónarhóli, það er allt og sumt.
Hitt er svo annað mál að ég vill kosningar um ESB og spurningin á að vera: Viltu að Ísland verði meðlimur að ESB samsteipuni.
Svar JÁ
Svar NEI
Í sjálfu sér þá er þetta kallað þingsályktunartillaga, þetta er sett fram til að sjá hvar stuðningur tilögunar liggur og hverjir eru á móti, það er kanski settur fram víður strafsrammi.
Til dæmis þá var sett fram þingsályktunartillaga á sumarþingi til að hjálpa heimulunum í þeirra fjármálaörðugleikum.
Þetta eru engin lög og starfsrammanum getur verið breitt, en þetta sýndi að Vinstriflokkarnir vildu ekki hjálpa heimulunum fyrir utan Bjarta Framtíð.
Þýðir það að Vinstriflokkarnir munu berjast gegn hjálp fyrir heimilin? Nei.
Þýðir þetta að Björt Framtíð komi til með að samþykkja allt sem kemur frá Ríkisstjórnini um hjálp til heimilana? Nei.
Gæti Ríkisstjórnin hætt við allt það sem er í þingsályktunartillöguni án þess að spurja kóng eða prest? Já
Er það liklegt að Ríkisstjórnin fari ekki í aðgerðir í þingsályktunartilöguni? Nei, ekki nema þeir vilji lenda í sama hruni og Vinstri Grænu í síðustu kosningum.
Ég hef alltaf littið á þessar þingsályktunartillögur sem einskonar óbindandi skoðunarkannanir innan Alþingis.
Frumvörp sem verða að lögum eru bindandi, þingsályktunartillögur sem auðvitað verða ekki að lögum eru ekki bindandi.
Þakka innlitið Ufsi
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.