23.8.2013 | 19:56
Eru kosningasvik í USA svona almennt?
Hverjum mundi detta í hug að fara á kjörstað á Íslandi án þess að hafa skilríki með mynd sem sannar hver persónan er, ef manneskjan ættlar að kjósa?
Í lýðræðisríkjunum USA þá þykir þetta rasismi að þurfa að sína skilríki þegar fólk ættlar að greiða atkvæði í kosningum. Demókratar hafa verið þekktir fyrir kosningarsvik og má nefna t.d. the State of Illinios sem gott dæmi um kosningarsvik.
Og auðvitað eru svertinjarnir notaðir sem afsökun, oh það er svo erfit fyrir svertingja að fá skilríki. En samt komast þeir ekki um borð í flugvél nema sýna skilríki með mynd.
Og á flokksþingi Demókrata 2012 þá komst enginn inn í bygginguna nema að sýna skilríki með mynd. Er ekki eitthvað bilað í þessu kerfi?
Svona er þetta í lýðræðisríkinu USA.
Kveðja frá Las Vegas.
Bandaríkin stefna Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
The Whinery!
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 44866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mismunandi eftir ríkjum en rétt er það að það eru einkum demókratar sem eru andvígir því að kosningar séu réttlátar. Þcí er einatt haldið fram að það sé rasismi að krefjast skilríkja en raunverulegi rasisminn felst nátturlulega í því að halda því fram að minnihlutahópar hafi ekki rænu á að fá sér skilríki.
Ef ég kaupi áfengi í búð er oft beðið um skilríki en ekki þegar á að kjósa. Það er margt skrítið í henni veröld.
Raunveruleg ástæða fyri þessu andófi er hins vegar sú að mottó demókrata er "Vote early and vote often" of framvísun skilríkja hefur áhrif þar á. Í forsetakosningunum síðustu vann Obama í mörgum kjördæmum með 100% atkvæða. Í öllum kosningum gera menn mistök eða seðlar eru ógildir. Því er fræðilega mjög erfitt að fá 100% atkvæða. En eins og Jósef Stalín sagði "The people who cast the votes decide nothing. The people who count the votes decide everything."
Erlendur (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 22:47
Mayor Daley of Chicago notaði þetta mjög oft "Vote early, vote often," hann var einn frægasti demókrata borgarstjóri Chicago.
En eins og þú bentir á Erlendur, það kemst enginn neitt og enginn getur gert neitt nema sýna skilríki með mynd, t.d. að fá meðul, komast í vinnuna þurfa menn að hafa skilríki, en aumingja svertingjarnir eru svo illa að sér að þeir geta ekki fengið sér skilríki, segja demókratarnir.
Þakka innlitið Erlendur.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 00:27
Correct me if I'm wrong, but ... Stærstu kosningasvindlin voru framkvæmd af útsendurum Repúblikanaflokksins, sem létu fleiri þúsund atkvæði í Ohio, þar sem George W. Bush var ekki öruggur um að vinna meirihluta, hverfa svo og í Florida, þar sem bróðir George Bush neitaði endurtalningu þar sem kosningastjórar hliðhollir G.W. stóðu fyrir kosningasvindli.
Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á að kjósendur hafi verið að svindla að neinu ráði. Eins og gagnrýnendur laganna benda á, ef Texas-ríki vildi raunverulega útiloka svindl, þá útbyggju þeir skilríki án endurgjalds eins og gert er í allri Evrópu. Svo er annað í sambandi við kosningar í USA (fyrir utan það að engar kosningar eru hlutfallslegar, heldur er það allt eða ekkert), er að fólk fer ekki sjálfkrafa á kjörskrá, heldur verður að skrá sig í hvert skipti. Önnur leið til að koma í veg fyrir að kjósendur sem ekki eru svínbleikir fái að kjósa: Koma í veg fyrir að þeir skrái sig á réttan hátt/á réttum tíma/á réttum stað.
En nú hefur pólítíska landslagið varðandi forsetaembættið auðvitað breytzt í USA sl. 5 ár. Fyrir 5 árum kusu allflestir blökkumenn, Mexíkanar og milljónir hvítra Obama, því að þeir héldu að eitthvað myndi breytast. Nú sjá þessir kjósendur, að það skiptir engu máli, hvort þeir kjósi eða ekki, bandarískur forseti er og verður alltaf strengjabrúða myrkraaflanna.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 14:49
Austman you are wrong on Ohio.
Austman you are wrong again. Fólk þarft ekki að skrá sig í hvert skipti á kjörskrá fyrir kosningar.
Ég skráði mig á kjörskrá í Las Vegas 1989 og tók þátt í Forsetakosningunum 1992 og hef verið á kjörskrá síðan.
Þar fyrir utan þá leifa sum Ríkin fólki að skrá sig á kjörskrá á kjörstað. Önnur Ríki leifa fólki að kjósa, en þá er farið með það sem utankjörstaðaratkvæði, sem sagt, það er athugað hvort manneskjan er í raun kjörgeng áður en atkvæðið er talið.
Ástæðan fyrir að ekki er hægt að hafa sjálfkrafa kjörskráningu er vegna þess að þegar fólk skráir sig þá þarf það að velja hvort það er skráð sem Indepndant, demókrati, repúblíkani, liberterian conservative etc.
Af hverju er þetta svona; jú vegna forkosninga um val á hver verður í kjöri fyrir flokkana, þá velja demókratar sinn frambjóðenda, liberterians sinn frambjóðenda etc.
Það geta allir skráð sig þegar þeir fá ökuskírteini eða nafnskírteini og það getur fólk gert hvenær sem er. Fyrir utan það þá eru flokkarnir með kjörskráningaborð í öllum stóru verzlaunakringlunum í landinu og auðvitað getur fólk farið á bæjarskrifstofur hvenær sem er og skráð sig á kjörskrá.
Sé að þér finnst gaman af conspiracy þeóríum sem þú sennilega finnur á internetinu, svona þér að segja að þó svo að það sé á internetinu for that matter Mogganum þá er það ekki alltaf rétt.
Þakka innlitið Austmann.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 16:26
Nei, Jóhann, ég hef ekki rangt fyrir mér í sambandi við óreiðu í sambandi við talningu, bæði í Ohio og Florida.
Ég veit að fólk getur skráð sig, en það er undarlegt að það þarf að endurskrá sig aftur aog aftur í hvert sinn sem eru kosningar.
Í sambandi við samsæri, þá er það ekki þannig. En ég hef megnustu andstyggð á Repúblikanaflokknum og flugumönnum þess flokks, með Arnold sem eina af fáum undantekningum.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 16:48
Samt er ég hægrisinnaður að mestu leyti. Eða rétta sagt félagslegur frjálshyggjumaður. Sem því miður er ekki stefna neins íslenzks stjórnmálaflokks í raun, en sem er útbreidd stefna á hinum Norðurlöndunum.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 16:52
Nenni ekki að þrasa um þetta Austmann, þetta var allt endurtalið af Washington Post og New York Times og niðurstaðan var sú sama..
Það þarf ekki að endurskrá sig aftur og aftur í hvert sinn sem eru kosningar.
Lastu ekki athugasemd #4, þar sem ég bendi þér á að ég skráði mig á kjörskrá 1989 og þarf ekki að skrá mig aftur og aftur og hef tekið þátt í öllum kosningum síðan local og Federal í ár er 2013 eins og þú veizt, þannig að ég hef verið á kjörskrá í 24 ár.
Þannig að ekki er þetta rétt hjá þér að það þurfi að skrá sig á kjörskra aftur og aftur í hvert sinn sem eru kosningar. Sem auðvitað leiðir fólk til að hugsa hvað annað hefur þú ekki rétt fyrir þér?
Það skiptir engu máli hvar þú eða ég erum í pólitík, það breitir ekkert um skráningarreglum fólks á kjörskrá í USA.
Ekki veit ég hvort þú hefur kosið á Íslandi, ég hef gert það einu sinni og þurfti að sýna skilríki með mynd.
Þakka innlitið Austmann.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 17:23
Ég hef yfirleitt rétt fyrir mér. Þú þarft ekkert að efast um það.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 18:57
En ekki alveg á hreinu hjá þér með skráningar fólks á kjörskrá í USA.
Þakka innlitið Austmann og njóttu menningarnætur skemmtunarinar.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 24.8.2013 kl. 19:27
Takk fyrir hlý orð, Jóhann.
Ahh ... menning. Ég ætla að skrifa færslu bráðum í tilefni menningarnætur, þar sem ég gleðst yfir því að byggingarframkvæmdir við Hús íslenzkra fræða hafa væntanlega verið lagðar á hilluna, engin vinna hefur verið í gangi á lóðinni síðan um kosningar.
Ég fór gagngert fyrr í kvöld og tók myndir af þessari stóru holu, þar sem átti að fleygja 3,5 milljörðum ofan í. Plús rekstrarkostnað.
Austmann,félagasamtök, 24.8.2013 kl. 22:03
Já Austmann, það eru margar aðgerðir sem var farið í og ekki alveg hugsað út í hvernig ætti að fjármagna framkvæmdirnar og hverjir og þess vegna eru þær ókláraðar.
Ég vona að ný Ríkisstjórn setji forgangsröðun á allar framkvæmdir af því að kassinn er tómur, en auðvitað mundi sumum finnast forgangsröðin óréttlát og mikil deila færi í gang um hana.
Vonandi skemmtir þú þér vel á menningarnóttu, eftir sem ég hef lesið og af myndum sem ég hef séð þá sýnist mér að skemmtunin hafi farið vel fram.
Þakka innlitið Austmann
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 25.8.2013 kl. 17:48
Svo að við sam-netverjar þínir höldum áfram að leiðrétta þig þá eru engin persónuskilríki hér á Íslandi án endurgjalds þegar vel er að gáð:
Ökuskýrteini: 5.900kr
Vegabréf: 8.200kr
Kredit/debetkort: Fer eftir gjaldskrá banka.
Aðeins nafnskírteini eru "ókeypis" en það er bara í orði því til að fá þau þarf samkvæmt Þjóðskrá að koma með 2 passamyndir (sem eru ekki ókeypis) og gild persónuskilríki (sem kosta líka) eða vott sem framvísað getur gildum skilríkjum.
Þannig er fátæklingurinn alveg jafn illa settur hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. En enginn er að væla hér því að þetta er einfaldlega eðlileg krafa og alsendis ekki ósanngjörn. Hvers vegna Bandaríkin eru svona langt á eftir í þessu getur haft ýmsar ástæður en hér tel ég Texasfylki vera réttum meginn skynseminnar.
Annars eru þessar margendurtekni fullyrðingar um kosningasvindl (sem voru talin á báða bóga) sem áttu að vera svo stórfelld en reyndust ekki vera neitt neitt þegar hlutirnir voru kannaðir og endurtalið. En það eru ekkert fréttaefni...
Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 19:52
Ég sýni örorkuskíteinið mitt. Það fæ ég ókeypis. Kostaði mig ekki krónu.
Annars er mér nokk sama hverja Bandaríkjamenn kjósa eða kjósa ekki. En það eru margir sem telja að Al Gore 2000 og Kerry 2004 töpuðu vegna kosningasvindls. Þegar kerfið er eins og í USA: Meirihluti í sýslu vinnur alla sýsluna og meirihluti sýslna í ríki vinnur allt ríkið), þá þarf ekki að muna miklu.
En ég hef oft hugsað út í það hvort repúblikanskir kjósendur séu allir eins miklir hálfvitar og þeir frambjóðendur sem þeir kjósa.
Austmann,félagasamtök, 25.8.2013 kl. 20:16
Góðar ábendingar Guðbjartur, auðvita er þetta skilríkjamál ekkert erfiðara fyrir fátæka frekar en aðra sem hafa það betra fjárhagslega. Fátækir þurfa að sýna skilríki þegar þeir sækja um aðstoð frá ríkinu.
Austmann, ég er kanski liberterian ef það ætti að setja mig í einhverja stjórnmálaskoðun og kýs ekki sama flokkinn ár eftir ár, heldur maneskjuna sem kemur til með að standa að málefnum á þann veg sem mér líkar.
Ekki veit ég af hverju þér er svona í nöp við repúblikanaflokkinn, þetta er flokkur sem vill lága skata, eyðslu ríkisins ekki meiri en þeir taka inn í tekjum og fara eftir stjórnarskrá USA og Bill of rights.
En allir hafa sinn djöful að draga, fólk kýs það sem það heldur að sé bezt fyrir sig og þjóðina.
Þakka fyrir innlitið Guðbjartur og Austamann
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 26.8.2013 kl. 17:36
"... eyðslu ríkisins ekki meiri en þeir taka inn í tekjum "
Þá eru þeir allavega ekki að sýna þetta í verki. USA hefur heimsins stærsta fjálagahalla og það er aðallega vegna stríðsreksturs, sem repúblikanskir forsetar hafa innleitt.
Austmann,félagasamtök, 26.8.2013 kl. 17:41
Rétt er það eyðsla USA er gífurleg og það hefur margfaldast síðustu 5 árin, en þetta er nú stefnuskrá repúblíkana þeir vilja svo kallað Balance Budget Amendment to the Constitution of the United States of America, en demókratar vilja að það sé á það minst.
Demókratar á hinn bóginn eru eins og vinstri flokkarnir voru síðastliðin 5 ár tax and spend og ríkið á að vera með nefið í öllu.
Mörg ríki hafa Ballance Budget Amendments eins og t.d. Nevada sem ég hef mitt heimilisfang í og aðal ástæðan fyrir að hafa heimilisfang í Nevada er að það eru engir State Income Tax og aðrir skattar eru frekar láir. Það er líka annað sem íslendingar ættu að taka up líka og það er Þing Nevada ríkis er virkt annað hvert ár og verður að vera búið að ljúka sinni vinnu á rúmmum 4 mánuðum.
Kaup þingmanna Nevada ríkis er ekki upp á marga fiskana so to speak, þess vegna verða allir að hafa vinnu aðra en bara þingstörf. Ættli Alþingi mundi ekki líta svolítið öðruvísi út ef starfsemi og kaup þingmanna Alþingis væru eins og í Nevada.
Þakka fyrir chattið Austmann
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 26.8.2013 kl. 18:03
Jóhann. Þegar þú segir "takk fyrir chattið" og "takk fyrir innlitið", ertu þá að gefa í skyn að málið sé útrætt og að ég eigi að hætta? Svona eins og fólk sem fer að vinda upp vekjaraklukkuna til að losna við þaulsetinn gest?
"Kaup þingmanna Nevada ríkis er ekki upp á marga fiskana so to speak, þess vegna verða allir að hafa vinnu aðra en bara þingstörf. Ættli Alþingi mundi ekki líta svolítið öðruvísi út ef starfsemi og kaup þingmanna Alþingis væru eins og í Nevada."
Það er nokkuð til í þessu hjá þér. En það er líka annar hængur á íslenzkum þingmönnum, nefnilega að fæstir hafa verið tengdir atvinnulífinu. Ef litið er á feril alþingismanna fyrr og nú hafa flestir verið aldir upp í opinberum störfum eða flokkstengdum störfum eða þeir hafa farið beint úr stjórnmálafræði/hagfræðinámi á þing og festst þar og fitnað. Ef tekin er saman reynsla og menntun þjóðarinnar almennt vs. reynsla og menntun þingmanna, þá mun koma í ljós verulegt ósamræmi.
Austmann,félagasamtök, 26.8.2013 kl. 18:54
Mikið til í þessu; Geir Harde var í Hagaskóla með mér og aldrei hefði mér dottið í hug að hann færi út í pólitík, en þetta er maður sem hafði enga starfsreinslu nema pólitík eða littla og eins og þú segir þetta er mjög ríkjandi hjá þingmönnum, lítill strafsferill í einkarekstrinum þess vegna geta þau ekki almennilega skilið hvernig einkarekstur og ríkisrekstur geta starfað sem bezt saman og því fer sem fer, allt í rugli.
Ég var að fara út og anna erindum sem ég þarf að gera, en hér er rigning og þá koma flóð á göturnar og bezt að vera heima hjá sér, nema algjör nauðsin sé að fara út.
Þakka innlitið en auðvitað erum við löngu komnir út fyrir það sem pistillinn er um.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 26.8.2013 kl. 19:50
"... auðvitað erum við löngu komnir út fyrir það sem pistillinn er um."
Það er alveg rétt. Látum þetta gott heita.
Austmann,félagasamtök, 26.8.2013 kl. 21:54
Þakka kærlega chattið
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 26.8.2013 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.