Þar rauk moldin í logninu

Hvenær ættlar Árni Páll að kunna að skammast sín?

Hvar var Árni Páll síðustu fjögur árin?

Var það ekki Árni Páll með kosningarloforð og boðaði öðruvísi starfshætti á þingi heldur en hefur verið undanfarinn fjögur ár, meiri umburðarlund og hætta óþvera skotum?

Árni Páll er formaður flokks sem varð fyrir algjöru hruni 27. apríl og ef hann hefði einhverja sómatilfiningu þá væri hann búinn að segja af sér formensku og þingmensku. En það er auðséð að þessi aulabárður kann ekki að skammast sín.

Ef við lítum erlendis eins og til dæmis til Ástralíu, formaður verkamannaflokksins sagði af sér formensku eftir að flokkur hans tapaði nokkrum þingsætum. Árni Páll ætti að læra sínar lexíur hvað formenn gera þegar flokkur þeirra tapa í þingkosningum.

Kveðja frá Houston. 


mbl.is Ráðleysi ríkisstjórnarinnar algert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg greinilegt að Samfó er í mikilli kreppu.

Og með Árna Pál sem formann er það ekki að breytast.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 16:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Formaður sem tapar 16, % fylgi og 11 þingsætum ætti eðlilega að segja af sér eins og þú segir bæði formennsku og þingsæti.

Samfylkingin er ekki enn búin að fara í uppgjör við Jóhönnutímann og þar til að það gerist þá mun ekkert breytast hjá flokknum.

Óðinn Þórisson, 10.9.2013 kl. 16:20

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að kreppan sé það mikil að Samfó komi aldrei til með að ná sér á strik aftur og með Árna Pál í formannssætinu þá er líklegt að Samfó deyji guði sínum.

Þakka innlitið Birgir.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 16:25

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðulegt hvað Árni Páll getur verið að gaspra þetta er maður sem ætti að skríða með veggjum eftir að leiða Samfó í algjört hrun.

En kallgreyið hann Árni Páll kann ekki að skammast sín.

Þakka innlitið Óðinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 16:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafið þið skoðað efnið sem fyrrverandi stjórnarliðar eru nú að dæla frá sér á þingskjölum, allt í einu þegar þeir eru ekki lengur við stjórn og þar með lausir allra mála? Þetta jaðrar við ósvífni...

Einn þeirra vill núna allt í einu stöðva nauðungarsölur (en bara hjá Íbúðalánasjóði og kannski lífeyrissjóðunum...)

Tvö þeirra vilja allt í einu niðurfæra verðtryggð lán (en bara hjá mjög þröngum hópi, og senda ríkissjóði reikninginn...)

Níu stykki vilja niðurgreiða verðtryggingu áhvílandi lána á leiguhúsnæði (í formi leigubóta úr ríkissjóði...)

Hvaða mynstur er með þessu sameiginlegt? (Rifjum upp Icesave.) Jú: senda almenningi reikninginn.

Þannig eru þau að reyna út fyrir gröf og dauða að halda lífi í þjóðsögunni sem þau sömdu um að leiðréttingar lána væru útilokaðar án óheyrilegs kostnaðar fyrir ríkissjóð og að þær myndu bara gagnast sumum. Vandamálið við kenningar þessar er að þeir einu sem halda þeim fram eru þau sjálf. Aðrir hafa t.d. ekki stungið upp á heimsendum ávísunum!

Það hlýtur að vera sárt að vera svona sífellt í hrópandi mótsögn við sjálfan sig og veruleikann.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2013 kl. 17:43

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég segi enn einu sinni; hvar var þetta ömurlega vinstrilið í fjögur ár?

Ég held að þau ættu að skammast sín og láta sem minnst í sér heyra meðan fullorðið fólk reinir að lagfæra það sem var eyðilagt síðustu fjögur ár.

Þakka innlitið Guðmundur.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2013 kl. 18:04

7 identicon

Árni Páll ætti að skammast sín. Núna allt í einu leggur hann fram alls kyns mál t.d. til hagsbóta fyrir leigjendur. En, öll fjögur árin, þá skiptu leigjendur hann engu máli. Og hann kom ávallt fram af miklum hroka gagnvart öllum hugmyndum um breytingu á verðtryggingu eða leiðréttingu lána. Enda hrundi fylgið af honum og flokki hans.

Margret S (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 21:40

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er einmitt málið Árni Páll er asni og það þarf mikið til að fá mig að gefa slíka nafnbót.

Árni Páll hafði fjögur ár til að gera eitthvað og það littla sem hann gerði þá var það alltaf eitthvað gott fyrir auðmannaelítuna en ekki fyrir almúgan sem var og er að berjast við að halda húsnæðinu.

Enda held ég, að svo framarlega að hann verður formaður Samfó, þá þurfa hægri flokkar ekki að óttast vinstri flokka.

þakka innlitið Margrétt.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.9.2013 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 44639

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband