35 ára fangelsi er vægur dómur.

Manning má vera þakklátur fyrir að fá bara 35 ára fangelsisdóm og möguleika að losna út eftir 10 ár. Það var aldrei neinn vafi á að lög voru brotin og dómur fyrir brotin hefði getað verið mikið verri heldur en Manning fékk.

If you do the crime, you have to do time.

Kveðja frá Las Vegas. 


mbl.is Manning dæmdur í 35 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei,Jóhann minn nú er ég ekki sammála.35 ár hefur nú verið ágætis tími fyrir morð og að upplýsa um upplýsingaöflun getur nú varla verið sambærilegt.Finnst þér ekkert að njósnastarfsemi hjá kananum?

Jósef Smári Ásmundsson, 21.8.2013 kl. 15:45

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Miðað við að hvað hefði verið hægt að dæma Manning þá er þetta vægur dómur, og aldrei að vita nema að Mannig verði látinn laus eftir 10 ár. Fólk man kanski áróðurinn sem var rekinn af á Íslandi sem Birgittaa og aðrir stóðu fyrir að Manning fengi dauðadóm.

Nú segir þú meira en þú veizt Jósef minn, ég og þú vitum ekkert hversu margir hafi mist lífið vegna uppljótrana sem Manning lét af hendi.

Ekki var neinn vafi á því að hann var sekur um lögbrot, enda viðurkendi Manning það og bað USA þjóðina afsökunar á því að hafa stefnt samborgurum sínum í mögulega hættu.

Eins og ég sagði í pistlinum "If you do the crime, you have to do the time."

Þakka innlitið Jósef og velkominn á bloggið aftur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 21.8.2013 kl. 16:00

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar við vitum ekki hversu margir hafi látið lífið fyrir uppljóstrana Mannings, eftir þínum eigin orðum,.  er heldur ekki hægt að gefa sér, eins og þú samt greinilega gerir, að nokkur hafi látið lífið vegna þeirra. Og vonandi er ekki dæmt í neinu máli fyrir það sem hugsanlega hefði eða gæti gerst. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2013 kl. 16:16

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir fréttum að dæma að fyrir þau afbrot sem Manning stóð að, viðurkendi og bað USA þjóðina afsökunar á, þá var hægt að dæma hann hann í tæp 100 ára fangelsi.

En Sigurður er möguleiki að það hafi einhver mist lífið vegna aðgerða Mannings?

Það er enginn vafi á að Manning braut lög og hann viðurkendi það Sigurður, ef að það hefði verið hægt að rekja dauða einhverra til þess sem Manning gerði, þá þykir mér líklegt að dauðadómur hefði verið dómsorðið. En þar sem það er næstum ómögulegt að sanna það að einhver hafi látið lífið vegna þess sem Manning gerði, þá fór saksóknari ekki út í þann kostnað og þótti 60 ár nógu harður dómur. Manning og hans lögfræði lið bað um 25 ár.

Dómarinn gefur 35 ára fangelsi með möguleika að losna út eftir 10 ár, þetta þykir vægur dómur fyrir þessi afbrot sem Manning stóð að.

Þakka innlitið Sigurður

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 21.8.2013 kl. 16:33

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það voru aldrei fordæmi fyrir lengri dó en 40 árum.  Það fékk annar maður fyrir nokkrum árum fyrir að selja Sovétinu upplýsingar sem voru miklu mikilvægari.  35 ár voru hámarkið, held ég - miðað við réttarríkið og svona.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.8.2013 kl. 19:06

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það fer eftir því hversu mörg afbrotin voru sem Mannig gerði og var fundinn sekur í dómi. Samanlagt hefði dómsorðið getað verið um 100 ár fangelsisvist samkvæmt lögfróðu fólki í sjónvarpsfréttum hér í USA.

Það hefur ekkert með það að gera hvort að einhver hefur fengið 40 ár fyrir upplýsingasölu til Sovétríkjana, svo hefur það mikið að segja hverslags skjöl eða upplýsingar eru seldar eða gefnar, hvað dómurinn verður þungur.

If you do the crime, be ready to do the time.

Þakka innlitið Ásgrímur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 21.8.2013 kl. 20:34

7 identicon

    

Wednesday, 21 August 2013 14:04

Jail time for misleading the global public and commiting war crimes: Zilch.

Jail time for revealing documents exposing the lies, conspiracies and war crimes: 35 years.

Welcome to the 'Free World'.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 21:43

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki mjög málefnalegt Helgi, hefur þú lesið allt það sem Manning uppljóstraði, ef við eigum að trúa fréttum hér í USA jafnvel liberal fréttum sem segja að um 700 þúsund skjöl og vídeós hafi verið uppljóstrað af Manning.

Enda viðurkendi Manning að hann hafi brotið lög og skaðað sérstaklega utanríkisráðuneiti USA og bað USA þjóðina innilegar afsökunar á að hafa gert það.

If you do the crime, be prepared to do the time.

Þakka innlitið Helgi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 00:16

9 Smámynd: Óskar

Ég eyddi einu sinni viku í Las Vegas.  Til allrar hamingju varð ég ekki jafn grillaður í hausnum og Jóhann, sem hefur greinilega verið aðeins og lengi í eyðimerkursólinni.

Óskar, 22.8.2013 kl. 00:25

10 Smámynd: Baldinn

Sæll Jóhann.  Stríðsglæpir eru semsagt réttlætalegir og líf Bandaríkjamanna er meira virði en líf annara.   Menn meiga vera ósammála, það er bara eðlilegt en ég þarf ekki að bera neina virðingu fyrir þínum skoðunum

Baldinn, 22.8.2013 kl. 09:55

11 identicon

Sælir! Nú veit ég alveg að Manning framdi brot í því starfi sem hann var í.Það eru allir sammála um það.  Hins vegar hef ég séð sum af þeim myndböndum sem hann hjálpaði til að koma til Wikileaks. Þar heyrir maður bandaríska hermenn gera grín á meðan þeir drepa almenna borgara. Hafa þeir sem fram koma á þessum myndböndum eitthvað verið lögsóttir?? Nú frömdu þeir einnig glæp ekki satt eða kallast það ekki að fremja glæp ef bandaríkjastjórn segir að myndböndin sem sýna það eru fengin á ólöglegan hátt. Gerir það sem sagt glæp þeirra minni eða hvað? Hvað á að segja aðstandendum þeirra sem drepnir voru í þessum myndbandsupptökum. Hmm sorry en þetta var bara óvart en hermennirnir virtust samt hafa fj.. gaman af því(end of story)!!!

það sem ég er alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um er eftirfarandi: Mesti og alvarlegasti óvinur bandaríkjastjórnar er SANNLEIKURINN!!!!

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 13:54

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef um er að ræða stríðsglæði hjá hermönnum USA þá er það tekið fyrir herdómstól. Og það hafa margir hermenn USA verið teknir fyrir þann dómstól og dúsa í fangelsi í dag sem betur fer.

Það hefur enginn gefið blessun sína yfir stríðsglæði svo að ég viti, en málið gegn Manning var um það sem hann gerði og er lögbrot. Þess vegna var hann dreginn fyrir herrétt og eins og við öll vitum að þá fékk Manning vægan dóm, 35 ár með möguleika á að losna eftir 10 ár, í raun 8 ár og svo getur Kaiser Obama náðað Manning hvenær sem hann vill.

Það eru til leiðir, löglegar leiðir að koma upplýsingum á framfæri, en Manning og Snowden ákváðu að fara ekki þær leiðir. Þess vegna eru þeir báðir í þeirri stöðu sem þeir eru í dag.

"If you do the crime, then be prepared to do the time."

Þakka innlitið Baldinn

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 16:10

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þorvaldur ég hef svarað þessari spurningu sem þú ert að spurja í athugasemd #11 í athugasemd #12, en svona þér að segja þá er minn pistill ekki um stríðsglæpi hermanna USA, heldur var hann skrifaður um dómsorð Manning´s.

Og eins og þú skrifar í athugasemd #11 þá er Manning sekur og hann sjálfur viðurkendi það og þess vegna fékk hann vægan dóm. Annars hefði hann sennilega fengið tæp 100 ára fangelsisdóm.

Þakka innlitið Þorvaldur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 16:19

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi skemmtir þú þér vel í Las Vegas Óskar, en pistillinn er um dómsorð Manning´s en ekki skemmtiferðir til Las Vegas.

Þakka innlitið Óskar minn.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 16:21

15 identicon

Það er ekki hægt að fjalla um uppljóstranir Mannings án þess að tala um þá glæpi sem hann ljóstrar upp. Þú telur það vera mjög mikilvægt að leggja áherslu á að hann hafi brotið af sér. Það kemur skýrt fram í innslagi mínu #11 að ég viðurkenni það fylllega og einnig hann virðist gera sér fullkomna grein fyrir því sjálfur. Ég veit ekki til þess að bandaríski herinn né bandaríkjastjórn hafi leitast við að lögsækja þá menn sem fram koma á þeim videomyndum sem Mannings kom til Wikileaks. Ein er frá Bagdat og þar tala tvær  bandaríksar leyniskyttur saman sem eru að skjóta á leigubíl á götum Bagdat borgar. Það kemur skýrt fram í tali þeirra að þeir vita að þeir eru að skjóta saklausa borgara. Þeir hlæja og annar sagði: Sástu hvernig ég drap þennan he he!! Þarna létust 5 manns. Þetta er ekki nærri því versta myndbandið. Ég held að það væri holt fyrir þig að kynna þér aðeins það efni sem þarna er í boði Mannings. Að vísu finnst mér það ábyrgðalaust af hálfu Wikileaks að koma fram með efni sem lítur að öryggi hermanna í Afhganistan en það er bara mín skoðun. Eitt myndbandið er þegar herþyrla er að salla niður held ég eina 9 saklausa borgara. Nú veit ég að það voru framdir stríðsglæpir á báða bóga en að bandaríkjastjórn skuli líta á þessa stríðsglæpi sem koma þarna fram eins og þeir hafi ekki gerst finnst mér ekki vera gott fyrir þjóð sem er í fararbroddi lýðræðislegra þjóða sem berjast á móti hryðjuverkum og hrottaskap.

Eitt varðandi brot Mannings þá hefði sú staðreynd að hann var að koma upp um lögbrot með lögbroti hafa verið nóg til að minnka fangelsisdóm hans enn meira en reyndin var. Mín skoðun er að 5-7 ára fangelsi  sé réttlátt. Einnig sú staðreynd að hann hefur fengið mjög slæma meðferð í varðhaldi og sumir segja að hann hafi sætt grimmilegum pyngingum ætti einnig að minnka fangelsisdóm hans.   Ef þú er handtekinn fyrir að selja eiturlyf ferðu í fangelsi en ef þú getur bent á þann sem seldi þér lyfin og aðra stóra dreifiaðila þá gætir þú sloppið með nánast enga fangelsisvist.

Er það kannski hefndarþorsti sem vakir fyrir mönnum að Mannings hefur verið frekar óþægur ljár í þúfu bandaríkjastjórnar og að sannleikurinn í málinu skipti engu máli heldur bara það að koma í veg fyrir að aðrir vogi sér að segja sannleikan þegar þeim ofbýður það sem gengur á bakvið tjöldin í stríði. Mér sýnist umræðunni í bandaríkjunum vera ótrúlega mikið stýrt af valdamiklum fjölmiðlum sem gera mikið til þess að sverta ímynd Mannings en hvítþvo bandaríska herinn og neita öllu.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 19:36

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þorvaldur gott er að þú, ég, Manning og dómstóllinn erum sammála um að Manning braut af sér og þess vegna fékk hann þennan dóm. Hvað mér finnst og hvað þér finnst að dómurinn hafi átt að vera hefur ekkert með málið að gera.

Það eru lög sem farið er eftir og mismunandi sveigjanleiki í að ákveða dóminn. Dómarinn fylgdist með málinu frá byrjun til enda í réttarsalnum, en ég og þú vorum aldrei þar. Ég er viss um að dómarinn hefur dæmt þetta mál eftir sinni beztu samvizku.

Svona þér að segja þá hefði það verið skrítið ef að dómarinn hefði dæmt Manning í 5 - 7 ára fangelsi, þegar Manning og hans lögmenn fóru fram á 25 ára fangelsi. Findist þér það ekkert skrítið?

Um ágizkanir þínar hvernig farið var með Manning í fangelsi til dagsins í dag ættla ég ekki að skrifa um, af því að það eru ágizkanir.

Ef Manning vildi koma þessum upplýsingum á framfæri almennings þá eru leiðir til að gera það löglega, en Manning valdi 15 mínútna frægð í sjónvarpi.

Svo efast ég um að þú vitir hvað margir hermenn hafi verið dregnir fyrir herrétt til dagsins í dag af því að Wikileak er alveg sama um það og þess vegna fer lítið fyrir slíkum réttarhöldum.

Þakka innlitið Þorvaldur.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 20:10

17 identicon

Þú ert skemmtilega vitlaus.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 22:47

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mjög málefnalegt hjá þér nafni.

En pistillinn er um dómsorð Manning´s en ekki hvort ég er skemtilega eða leiðinlega vitlaus, þú getur kanski skrifað pistil um það?

Þakka þér fyrir innlitið nafni.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 22.8.2013 kl. 22:53

19 identicon

Pistillinn? Um dómsorð Manning´s?

Nei væni minn, þú ert dæmi um afdalamann sem hefur öðlast aðgang að netinu.

Héðan í frá máttu tala um hana.

Chelsea Manning.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 23:38

20 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú er pistillinn ekki um dómsorð Manning´s, um hvað er hann þá?

Það sýnir í þínum athugasemdum að þú ert með fordóma um fólk sem þú veizt lítil eða engin deili á, og það er aldrei góðs viti.

Ég ættla ekki að fara að skrifa neitt um hvort Manning vill vera með kalmannsnafn eða kvennmannsnafn það er allt annað en dómsorð Manning´s. Í pistlinum er ég ekkert að gera mun á kyngreiningu Manning´s því að ég nota seinni nafnið en aldrei firsta nafn.

Þakka innlitið nafni, en ef þú vilt endilega skrifa um hvort Manning vill nota kvenmannsnafn eða karlmannsnafn þá bendi ég þér að skrifa pistil um það og sleppa því að gera það hér.

Góða helgi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 00:40

21 identicon

 Til umhugsunar:

Gústi (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 07:14

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Báðir brutu lög og báðir eru í fangelsi, svona á þetta að vera.

En hugsaðu þér ef morðin hafi verið framin á Íslandi þá væru það aðeins 16 ára fangelsi fyrir þann sem drap 77. En í Texas væri gæinn drepinn fyrir illræðið.

Þakka innlitið Gústi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 23.8.2013 kl. 13:14

23 identicon

1. manning sagði sjálfur hafa passað uppá það að hlutirnir sem hann uppljóstraði um munu ekki skaða hermenn eða líf annara því það var ekki hanns ástæða heldur hvað var að gerast sem bandaríska þjóðin og heimurinn ættu að vita.

2.breivik fékk 21 ár sem getur og mjög líklega mun verða framleingt eftir 21 ár þegar hann á að verða látin laus þar sem það er hægt í noregi. allavega mun konungsfjölskilda noregs sjá til þess þar sem þau hafa þau völd.

manning braut lög það er no brainer. hann átti alveg skilið að fá dóm. bandaríkin vilja ekkert að þeir sem hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum fari að halda að þau verða ekki í vandamálum fyrir að brjóta þagnaskilduna. hann gerði góðan hlut fyrir heimin en þarf samt að borga fyrir það því miður er það leiðinlegt en svona er þetta 35 ár er samt alveg nóg ef ekki of mikið.

arnar (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 05:46

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki ættla ég að trúa einu eða neinu sem fröken Manning segir, enda held ég að fröken Manning eða USA herinn komi aldrei til með að vita nákvæmlega hver skaðinn er.

Auðvitað hafa lönd mismunandi hegnidóma, á Íslandi hefði Breivik verið laus eftir 16 ár eða jafnvel fyrr fyrir góða hegðun í fangelsi. Væri það nægur dómur fyrir það sem hann gerði?

Ég held að skoðanir á því séu margar og fer eftir manneskjuni?

Þess vegna sýnist sumum að dómur fröken Manning vera of mikill og öðrum of lítill. En eitt er vízt og það er það sem ég var að benda á í pistlinum að fröken Manning hafi verið heppin því að fröken Manning hefði getað fengið tæp 100 ár samkvæmt lögum.

En auðvitað hefði það verið skrítið að dómur fröken Manning hefði orðið undir 25 ára fangelsi af því að fröken Manning fór fram á 25 ára fangelsi sjálf.

Saksókanari fór fram á 60 ára fangelsi og áður en dómsorð hvar opinberað þá bjóst ég við 40 ára fangelsi, svona nokkurskonar miðju frá því sem fröken Manning bað um og því sem saksóknari bað um.

Þakka Innlitið arnar

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 25.8.2013 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband