Á að vorkenna eða ekki?

Þessi ungi maður ef þetta sannast rétt ætti ekki að hafa áhyggjur af því hversu lengi ransóknin tekur heldur hversu mörg tugir ára sem dómurinn verður.

Stundum er ekki allt sem sýnist í þessum málum og fólk ætti að bíða eftir dómsorði, því það er ekki búið að dæma þennan unga mann.

En ef þetta sannast rétt að hann hafi verið að reina smygla þessum 4 1/2 kílóum af kókaíni á þá að hafa vorkun með þessum unga manni, ég held ekki. Svona verknaður er eitt það lægsta sem nokkur manneskja getur gert, af því að margt ungt fólk tælist út í svona notkun og líf þeirra eiðilegst.

Það er sjálfsagt að hjálpa unga manninum með lögfræðiaðstoð og vonandi er hann saklaus og ef málið fer fyrir dóm að dómsorð verði saklaus af þessum ásökunum.

Hitt er aftur annað mál ef þessi ungi maður er lágkúrulegur kókaínsmyglari, þá vonandi fær hann að dúsa í fangelsi í Argentínu í tugi ára, Ég er viss um að fangaklefar í Argentínu komi til með að láta fangaklefa á Littla Hrauni líta út eins og lúxussvítur í samanburði.

Kveðja frá Houston. 

 


mbl.is Íslendingur í haldi í Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er langt því frá að vera jafn lágkúrlegt að flytja varning á milli landa, og margt sem telst löglegt hér. Mér þykir ofsóknir stjórnvalda á hendur vímuefna neytenda mikið lágkúrulegri en sala þeirra á frjálsum markaði. Það hættulegasta við vímuefni er lögreglan.

Það er hægt að skemma lífið sitt á marga vegu en átvr er ekki kennt um þegar einhver fær áfengis eitrun, BYKO ber ekki ábyrgð þegar einhver drekkur stífluleysir og brimborg er ekki kennt um þegar fólk lendir í bíl slysi. Nei þá ber fólk ábyrgð á gjörðum sínum.

Þessi tvöfaldi staðall þegar kemur að eiturlyfjum er það lágkúrulegasta af öllu, þar sem það er sú ranghugsun sem réttlætir ofsóknir og eyðileggingu sem réttarkerfið ausar yfir þetta únga fólk.

Karl (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 14:58

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Karl þetta er ólöglegt ekki bara á Íslandi heldur líka í Argentínu. Á meðan lögin leifa áfengi en banna svokölluð eiturlyf þá verður löggjæslan og dómskerfið að fara eftir því.

Einhversstaðar las ég "Með lögum skal land byggja og ólögum eyða." Ef fólk vill ekki áfengi þá verður áfengi gert ólöglegt, það hefur gerst áður, en reinslan var ekki mjög góð.

Til dæmis í USA þá voru ópíumstofur mjög algengar í borgum og bæjum fyrir um 150 árum og meiri hluti almennings stundaði ekki þessar ópíumstofur, samt var þetta gert ólöglegt og líka önnur efni. Ef meirihluti fólks vill leifa þessi efni þá verða þau gerð lögleg, en á meðan svo er ekki þá verða menn að dúsa í ekki svo góðum húsakynnum eins og fangelsi Argentínu er til dæmis ef menn brjóta lög Argentínu.

Þakka innlitið Karl.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 15:26

3 identicon

Lýðræði þýðir ekki að þú megir stunda ofsóknir í nafni meirihlutans. Það þýðir að við komum okkur saman um reglur sem snerta okkur öll, tryggir heiðarleika í viðskiptum og örryggi fyrir ofsóknum.

Við vitum öll hvernig svona lög verða til og það hefur ekkert við réttlæti eða meirihluta að gera.

Annars skiptir ekki máli hvort eitthvað hafi komist í lög, það er samt lágkúrulegt athæfi og lágkúrulegur hugsunar háttur hjá þér að nýðast á ákveðnum hóp af fólki, bara út af því að þjóðfélagið hefur ákveðið að þetta séu nýju gyðingarnir.

Stattu fyrir réttlæti ekki ólögum.

Karl (IP-tala skráð) 13.10.2013 kl. 15:54

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einkennileg afstaða sem þú tekur á skrifum mínum.

Kanski að þér finnst að ræna banka sé í lagi, jú það má kanski líta svo á að bankar ræni eignum almennings?

Ef það væru engin lög sem mundu hegna mér fyrir að ræna banka, af hverju að fara til vinnu, því ekki að fara í bankan þegar mér vantar pening fyrir kókaíni eða hverju sem mér langar í?

Er eitthvað sem þér finnst að það ætti að vera ólöglegt eða eru öll lög í nafni ofsókna meirihlutans?

Þú kanski getur stungið upp á einhverjum reglum sem allir gætu komið sér saman um, sem tryggir heiðarleika í viðskiptum og öryggi fyrir ofsóknum?

Ef fólk vill ekki einhver lög þá er þeim breitt og yfirleitt er engu breitt nema að meirilhluti þjóðfélagsins vilji það, þannig virkar lýðræðið.

Þakka innlitið Karl.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 13.10.2013 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

The Whinery!

Höfundur

Jóhann Kristinsson
Jóhann Kristinsson
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og öðrum málum sem varða rétt hins almenna borgara.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Untitled1
  • Untitled1
  • ..._77_1170896
  • ..._77_1170895
  • ..._77_1170894

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband